Úr hvaða sólkerfi kemur formaður Sjálfstæðisflokksins?

Er algjörlega steinhættur að botna nokkurn skapaðan hlut í Hægri stjórninni og gjörðum hennar. Engu er líkara en að allt sem hún ákveður og gerir sé unnið með 10 þumalputtum.

Framsókn hefur ekkert komið á óvart.
Hún er alltaf söm við sig og sína.
Sjálfstæðisflokkurinn er að minni hyggju nánast eins máls flokkur fyrir hverjar kosningar.
Hvað boðar hann þá?
Lækkun skatta!
Lækkun skatta!!
Lækkun skatta!!!
Hvað er formaður flokksins að boða nú?
Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og fleira úr 7% í 12%!
Líklega er grunnhugsunin í þeirri hækkun þó að ná í auknar tekjur frá ferðaþjónustunni.
Sem er vitaskuld réttlætismál - hefði átt að skella henni beint í efra VSK þrepið.
En hvað með allar þær þúsundir sem ná vart eða ekki endum saman um hver mánaðamót og verða að telja munnbitana ofan í sig og börnin?
Ekki verður annað séð en að formanni XD flokksins sé hreint ekki umhugað um það fólk, enda er það mjög ólíklega kjósendur flokks hans.
Hvernig í dauðanum datt honum í hug að hækka matvælaverðið í landinu?
Langstærstu útgjaldaliðir venjulegra heimila eru matarinnkaupin og kostnaður við að hafa þak yfir höfuðið.
Svo reiknar Sjallaformaðurinn það út að 750 krónur eigi að duga dável fyrir daglegum þörfum til munns og maga!
Hélt að svona útreikninga mætti kannski sjá hjá einkareknum munaðarleysingjahælum á öldinni sem leið, en ekki hjá stjórnmálaforingja á því herrans ári 2014.
Í hvaða sólkerfi er þetta lið eiginlega?
Ekki okkar.
Svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm kona spyr sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 23:12

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Samkvæmt Jóni Þórhallsyni( Íslandsflokkurinn) þá kemur hann frá stjörnukerfinu "Fjósakonurnar".

Jósef Smári Ásmundsson, 15.10.2014 kl. 09:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2014 kl. 10:28

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin.

Björn Birgisson, 15.10.2014 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband