Landsölumenn og landráðamenn

Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?

Hvers konar fólk getur samvisku sinnar vegna selt erlendum aðilum hluta úr ættjörðinni okkar til varanlegrar eignar?

Er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að leysa til sín allt landrými sem losnar, hvern hektara og hverja þúfu, og endurleigja það síðan, helst Íslendingum, en til vara erlendum aðilum í skemmri tíma.

Það er algjörlega galið að fjársterkir útlendingar sölsi undir sig hverja stórjörðina af annari - oft í afar óljósum tilgangi.

Hér áður fyrr gerðu menn vopnuð strandhögg og sölsuðu undir sig landrými og gerðu heimamenn að þrælum sínum.

Nú til dags eru þessi strandhögg gerð með peninga að vopni og spilað inn á fégræðgi landsölumanna - sem vegna dollaramerkjanna í augunum sjá ekki og skilja ekki að þeir eru að selja hluta landsins sem fóstraði þá. Líklega væru slíkir menn tilbúnir til þess að selja börnin sín líka - fyrir rétt verð.

Hef alltaf litið á orðið landeigandi sem hálfgert skammaryrði, þar sem það er bjargföst skoðun mín að þjóðin eigi að eiga allt landið, miðin og lögsöguna að 200 mílum og gefa engan afslátt af því eignarhaldi sínu.

Spurði:

Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?

Svarið:

Enginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband