13.10.2017 | 18:50
Sjallar kenna Degi um allt sem aflaga hefur farið hjá þeim!
Það er gjörsamlega grátbroslega hlægilegt að sjá og heyra hvernig Sjallar bregðast við húsnæðisskortinum í Reykjavík.
Segi Reykjavík - þeir minnast ekkert á þann skort á öðrum stöðum!
Þeir eru helsti valdaflokkurinn og hafa verið svo lengi sem minnugir muna!
Byggingabransinn hrundi 2008 eins og svo margt annað.
Helvítið hann Dagur hlýtur að bera ábyrgð á því - þótt hann hafi aldrei setið í ríkisstjórn!
Það er fjandi fínt að fara frá speglinum og draga upp mynd af Degi borgarstjóra í staðinn - þegar um megn verður að horfast í augu við spegilmyndina!
Það er sem sagt Degi að kenna að efnahagsstjórnunin í landinu er á þann veg að aðeins örfáir ríkir hafa efni á að byggja!
Ekki hissa á að svona rugludallar fjarlægi alla spegla heimilisins - hver nennir að horfast í augu við ómerkilega lygara sem aldrei finna neina sök hjá sér?
Aumara verður þetta pólitíska rugl ekki.
PS. Munið þið eftir feita kallinum sem rak við í flugvélinni og benti svo á sessunaut sinn þegar fólk í næstu sætum var við það að kafna?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagur getur ekki borið ábyrgð á neinu. Því hann hefur aldrei gert neitt.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.10.2017 kl. 20:49
Aldrei neitt? Hefur þú gert meira?
Björn Birgisson, 13.10.2017 kl. 21:22
"Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og frjálslyndur frjálshyggjumaður.
Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað." - Af síðu Þorsteins
Er ekki dónalegt að segja fólk ábyrgðarlaust - og að það hafi aldrei gert neitt?
Björn Birgisson, 13.10.2017 kl. 21:27
Þorsteinn á doldið erfitt með að svara þessu. Skyldi það vera vewgna þess að frjálshyggjumaðurinn sé að þvælast fyrir hagfræðingnum?
thin (IP-tala skráð) 13.10.2017 kl. 22:31
Skortur á lóðum "annarsstaðar?" Vill síðuhafi benda á svona eins og eitt sveitarfélag, þar sem skortur hefur verið á byggingarlóðum, undanfarinn áratug?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.10.2017 kl. 01:41
Ég sagði aldrei að Dagur væri ábyrgðarlaus. Ég sagði aðeins að hann gæti ekki borið ábyrgð á neinu því hann hefði aldrei gert neitt. Bærilega læsu fólki ætti þá að vera ljóst að hér er átt við að ekki sé hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir neitt, ekki að hann væri ábyrgðarlaus.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2017 kl. 19:38
Hvernig er það óeðlilegt að kenna borgarstjóra um skort á húsnæði í þeirri borg þar sem hann er við völd?
Egill Vondi (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 21:02
Er vel læs Þorsteinn. Veit líka hvað orðhengilsháttur er.
Björn Birgisson, 23.10.2017 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.