24.3.2018 | 16:16
Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður
Kosningabaráttan í Reykjavík nú er sögulegur viðbjóður.
**********
Öðlaðist kosningarétt árið 1971, þá tvítugur að aldri.
Hef síðan kosið 15 sinnum til Alþingis og 11 sinnum í sveitarstjórnarkosningum.
Fylgst ágætlega með þróun mála í kosningabaráttunni, en mesta athygli vekja alltaf alþingiskosningarnar og svo baráttan um Reykjavík.
**********
Einmitt.
Baráttan um Reykjavík.
Á þessum tíma hefur hún í raun oftast snúist mest um gengi Sjálfstæðisflokksins og hvort hægt væri að mynda meirihluta án flokksins.
Flokkurinn náði hreinum meirihluta 1974, 1986 og 1990 og myndaði einkar subbulega meirihluta með Framsókn og Frjálslynda flokknum á árabilinu 2006-2010.
Hefur síðan setið í minnihluta og sér nú fram á framlengingu þeirrar setu til ársins 2022.
**********
Hinn sögulegi viðbjóður.
Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins í borginni nú, undir forustu Eyþórs Arnalds og einhverrar sjálfskipaðrar klíku, er ekkert annað en rakinn óþverri hvernig sem á er litið.
Hreinum ofsóknum og persónuníði er beitt gegn sitjandi borgarstjórnarmeirihluta, en þó einkum að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Minnist þess ekki að hafa orðið vitni að viðlíka lágkúru.
Í hugann koma fleyg orð Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins:
Þetta er bara ógeðslegt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála 100%. Síðasta kosninga"barátta" Sjálfstæðisflokksins var viðbjóðleg og rætin og byggðist á lygum og dylgjum. Þessi rumpulýður mun þó beita sömu aðferð núna enda algjörlega siðblint fólk þarna sem stjórnar hinum. Og svo bjóða þeir upp á gjörsamlega siðblindan tækifærissina og lepp sem borgarstjóraefni, mann sem hugsar eingöngu um rassinn á sjálfum sér. Alveg makalaust hve margir kjósa svona lið í opinber embætti þrátt fyrir alla ömurlegu reynsluna af því.
Réttsýni, 24.3.2018 kl. 17:25
Sæll Björn
Ég tek undir með þér og bæti við að þessi leiksýning er algjört flopp sökum ótrúverðleika.
Ég sagði það fyrir nokkrum árum að framtíð sjálfstæðisflokksins fælist í því að finna yngra og sjónvarpsvænna fólk til að bjóða fram. Það hefur raungerst með Bjarna og ritarann og svo núna aftur með Eyþór og Hildi.
Áður en langt um líður verða þeir með hvítvoðunga í framboði sem eru svo sætir að engin hugsandi maður getur gefið öðrum en þeim athvæði sitt. það er þeirra súrrealíski blauti draumur þ.e. að geta stillt upp proxyvaldi í "zero sum game." Það gefur forskot sem þeir augljóslega vilja hafa.
Það má þó ekki gleyma í öllu þessu að pólitíkinn er hætt að virka fyrir fólkið, eins og fyrir WW2. Nú er tími lukkuriddara og vindbelgja sem vilja fæða bottomlænið sitt. Sterkir leiðtogar eru þeir sem þora að koma fram og tala gegn lukkuriddurum og vindbelgjum, engin svoleiðis sjáanlegur hvert sem litið er! Í raun er sum pólitík orðin hættuleg því að hún neitar að sinna ákveðnum hópum samfélagsins en eru þó sammála um að halda samfélag í grundvallaratriðum. Ef að tími skynseminnar nær ekki í gegn einhverstaðar, þá er þetta líklega á leiðinni á ruslahauga sögunnar, í bili...
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.3.2018 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.