Hvað með nokkur kraftaverk í viðbót?

Páskar - Hugleiðing.

Páskar eru tími krossfestingar, upprisu og kraftaverka.

Upprisan sem slík hlýtur að vera kraftaverk - til viðbótar þeim kraftaverkum sem Jesús er sagður hafa unnið á meðal manna með því að lækna sjúka með aðferðum sem nútíma læknavísindi ráða ekki yfir og geta ekki skýrt - þrátt fyrir gífurlegar framfarir í þeim vísindum.

Kristnir menn telja að sálir þeirra fari til Guðs að loknu þessu jarðlífi - en víst er að líkaminn fer ofan í jörðina.

Í því liggur munurinn á dauða venjulegs fólks og hins eingetna frelsara.

Andvana líkami hans fannst aldrei samkvæmt hinni fornu sögusögn.

**********

Fylgisspekt almennings við hina kristnu kirkju dalar með hverju árinu sem líður - hérlendis sem erlendis.

Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni á hverju ári, en skírðir eru inn í hana sem ómálga börn - eða affermast úr henni.

Þeim ungmennum fjölgar stöðugt sem kjósa borgaralega fermingu - í stað þess að staðfesta þá vígslu sína inn í þjóðkirkjuna sem skírnin er.

Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir þessum úrsögnum eða fráhvarfi - en aðallega hljóta þær að vera vegna vantrúar á boðskapinn.

Önnur skýring er vandfundin.

Er einn þeirra sem yfirgaf samkvæmið að trúleysisástæðum - en ber þó mikla virðingu fyrir því góða starfi sem kirkjan vinnur á mörgum sviðum.

Finnst boðskapurinn óttalega barnalegur og furða mig á vel upplýstu fólki samtímans, sem trúir því staðfastlega að ævintýrið um tilvist hins eingetna - frá jötu til grafar, sem hann hvarf úr - eigi við nokkur rök að styðjast.

Mín skoðun.

Oft er sagt að tími kraftaverkanna sé liðinn.

Það er undarleg fullyrðing eða skoðun - flóttaleg skoðun.

Það sem einu sinni hefur verið gert má alltaf gera aftur.

Ef hin kristna hjörð væri stjórnmálaflokkur - dalandi í fylgi - yrði leiðtoginn ekki lengi að boða nokkur kraftaverk að kosningum liðnum!

Hvað með leiðtogann mikla, sjálfan himnaföðurinn?

Er hann alveg hættur að luma á kraftaverkum - sem aldeilis gætu snúið þróuninni við - honum í hag?

Kristilegu kærleiksblómin spretta - í kring um hitt og þetta - sagði skáldið.

En það þarf að vökva þau reglulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það þurfa alltaf að vera MIÐJUR til að skilja heimin;

við þyrftum helst fyrst að finna aðal miðjuna:

Hver stendur næst GUÐI í dag; hver hefur svörin sem að fólk er að leita að?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2293/

Jón Þórhallsson, 30.3.2018 kl. 15:11

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri ekki hægt að koma á einhverskonar spurningakeppni á milli Þjóðkirkjunnar og Vaticansins um lausn lísgátunnar?

Jón Þórhallsson, 30.3.2018 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband