Hver verður jólagjöfin í ár frá fólkinu við Austurvöll?

Jólagjöfin í ár?

Kannski fullsnemmt að velta því fyrir sér.

Sumarið verður rólegt í pólitíkinni.

Smá vorfjör 26. maí og næstu daga þar á eftir.

Svo rólegt.

Fólk fær frið fyrir óværunni fram á haustið.

Þá nær undiralda samsærisins gegn fólkinu sér á strik að nýju.

Verslanir fara að huga að jólavarningnum og íhuga hve álagningin geti orðið há.

Þingmenn fara að huga að fjárlagagerðinni fyrir alvöru.

Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess torleysta verkefnis.

Það verður eins og að leysa erfiðustu kjaradeilurnar hjá sáttasemjara ríkisins.

Ríkisstjórnina skipa þrír gjörólíkir flokkar.

Tveir þeirra þurfa að ná saman - sá þriðji samþykkir allt í sínu metnaðar- og skoðanaleysi.

Himinn og haf eru á milli áherslna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálunum - á pappírunum að minnsta kosti.

Hvorugur flokkanna vill hrista af sér fylgið með of mikilli eftirgjöf á stefnumálum sínum.

VG með sína félagsmálapakka - Sjallar með fjármálapakkana fyrir vini sína.

Það væri líklega rökleysa að halda því fram að flokkarnir komi sér saman um fjárlög næsta árs.

Allt eins líklegt er að hin opinbera jólagjöf í ár sé í hægfara mótun.

Sprungin ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband