Hvað er OPIÐ BRÉF?
Samkvæmt mínum skilningi er það bréf í greinarformi sem stílað er á einhvern sérstakan einstakling, stofnun eða forstöðumann hennar.
Með "opnu bréfi" er tilgangurinn að allir sjái hvaða erindi er verið að senda - en ekki bara viðtakandinn.
Eftir tölvupóstsamskipti gærdagsins hef ég uppgötvað þetta:
Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, telur allar færslur á samfélagsmiðlum, sem ekki eru lokaðar - vera ígildi opinna bréfa!
Sama gildir þá væntanlega um allar aðsendar greinar sem berast fjölmiðlum - og eru hvorki stílaðar á einn né neinn sérstaklega!
Hann telur færslu sem ég skrifaði um húsnæðismál Ingu Sæland vera "opið bréf".
Tók hana orðrétt upp og kynnti sem slíka.
Af því að færslan var ekki lokuð neinum!
Ég hef aldrei á ævi minni ritað neinum formlegt opið bréf - en sett inn margar færslur - bæði á bloggi og á Facebook!
Kæru lesendur og skrifarar á samfélagsmiðlum!
Vissuð þið að í hvert sinn sem þið setjið eitthvað á netið - þá eruð þið að skrifa OPIÐ BRÉF - í skilningi Sigurjóns M. Egilssonar, ritstjóra vefmiðilsins Miðjunnar?
Vissulega eru slík skrif oftast opin öllum sem vilja lesa - en að telja þau "opin bréf" samkvæmt viðteknum málskilningi - sýnir ótrúlega vankunnáttu verðlaunablaðamannsins Sigurjóns M. Egilssonar.
Hann birti þó tilvitnaða færslu innan gæsalappa - eins og vera ber.
Honum er því greinilega ekki alls varnað!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka samkvæmt mínum málskilningi Björn! Ennfremur finnst mér að í fyrirsögninni verði að standa "Opið bréf" Hins vegar er athyglisvert að lesa hvað þingmaðurinn, Inga Sæland er allt í einu orðin hörundsár. Nú kallar hún alla gagnrýni "Viðbjóð" En svona fer fyrir mörgum baráttumanninum og konunni að þau vilja deila öllu með málstaðnum nema eigin kjörum! Og hvað finnst mönnum um þá lausn, að Inga Sæland borgi bara tvöfalt uppsett verð fyrir niðurgreiddu leiguíbúðina sína? Eru ekki skilmálarnir skýrir? Á ekki það sama að gilda um alla skjólstæðinga Öryrkjabandalagsins? Auðvitað er skilningur á að menn þurfi fyrirvara vegna flutninga en það eru leigufélög sem auglýsa grimmt núna á almenna leigumarkaðnum sem örugglega myndu vilja leigja Ingu Sæland sem getur loksins borgað uppsetta leigu eins og annað brauðstritafólk.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.4.2018 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.