3.4.2018 | 21:35
Ábyrgð þeirra sem svelta vegakerfið er mikil þegar slys vegna aðstæðna ber að höndum
Bylgjan í dag.
Það var aumt að heyra Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, koma því með semingi út úr sér að um 6 milljarða útgjöld vegna samþykktrar Samgönguáætlunar hafi ekki verið fjármögnuð.
Hvers vegna voru þau ekki fjármögnuð?
Var Sjálfstæðisflokkurinn kannski of upptekinn við að lækka skatta?
Það er yfirhöfuð sárgrætilega aumt að heyra þá, sem fjárveitingavaldið hafa haft í langan tíma, tala í forundran um að vegakerfið sé að grotna niður vegna fjárskorts.
Bjuggust þeir kannski við að vegakerfið héldi sér við sjálft?
Þetta fólk þarf að líta sér nær og íhuga hver sé þáttur þess og ábyrgð á öllum þessum slysum - öllu þessu eignatjóni, glötuðum mannslífum og örkumlun margra til lífstíðar.
Ráðandi stjórnmálaflokkar eru ábyrgir fyrir því að fjármagna viðhald þeirra eigna sem ríkið á.
Ótal margt af því sem miður fer verður því rakið beinustu leið til þeirra ákvarðana.
Aðrir geta ekki verið ábyrgir.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ábyrgð, er eitthvað sem stjórnmálamenn og konur, virðast skilja síst allra, því miður. Skiptir þar engu, hvort um er að ræða vegakerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi eða aðrar undirstöður þjóðfélagsins.
Gildir einu, hér á landi í það minnsta, hvar í flokki þeir standa. Undarlegur andskoti, hve fólk sjálfhverfist og gleymir samborgurum sínum, við það eitt að taka sæti á þingi.
Hafi þau skömm fyrir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.4.2018 kl. 04:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.