5.4.2018 | 12:28
Sumt er svo víðáttuvitlaust hjá okkur að halda mætti að Bakkabræður væru að stjórna - en líklega voru þeir ekki nógu vitlausir!
Hvaða snillingum ber að þakka fyrir fyrirkomulagið?
Kosið verður í bæjar- og sveitarstjórnir landsins þann 26. maí í vor.
Ekkert athugavert við það.
Framboðfrestur er til klukkan 12:00 á hádegi þann 5. maí, þremur vikum fyrir kjördag.
Ekkert athugavert við það, nema ef vera skyldi að sá frestur er allt of nálægt kjördeginum.
En viti menn!
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin - mánuði áður en framboðsfresti lýkur!
Hvaða fíflagangur er það?
Það eru hvergi komnir fram listar með formlegum hætti - samþykktir sem löglegir af viðkomandi kjörstjórn!
Spurði fulltrúa sýslumanns hvernig fólk færi að því að kjósa þegar þessi fáránlega staða er uppi.
Tja, við erum með allt stafróið á stimplum!
Aldeilis flott!
**********
Íslensk stafrófsvísa:
A, á, b, d, ð, e, é,
f, g, h, i, í, j, k.
L, m, n, o, ó og p
eiga þar að standa hjá.
R, s, t, u, ú, v næst,
x, y, ý, svo þ, æ, ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.
(Þórarinn Eldjárn)
*********
Vantar bara C hjá Þórarni!
Hleypur vel á snærið hjá stimplagerðarmönnum!
En það liggur ekkert fyrir hvaða listabókstaf þau framboð fá sem eru ekki hefðbundin flokkaframboð!
Þetta er svo gjörsamlega glatað fyrirkomulag - að spyrja verður:
Hverjum datt eiginlega í hug að hafa þetta svona?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.