11.4.2018 | 00:07
Sjallar eru nú með 45,5% kjörinna fulltrúa á Stórhöfuðborgarsvæðinu
Stórhöfuðborgarsvæðið - kosningarnar 2014.
Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig kjörnir fulltrúar á því svæði skiptust á milli flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum 2014.
Um er að ræða 55 kjörna fulltrúa.
Sérstaka athygli vekur hve Sjálfstæðisflokkurinn hafði mikla yfirburði á þessu mesta þéttbýlissvæði landsins.
Af þeim sætum sem kosið var um var uppskera flokkanna svona:
**********
45,5% - Sjálfstæðisflokkur
23,7% - Samfylkingin
14,6% - Björt framtíð
16,2% - Öll önnur framboð samtals
**********
Búast má við all miklum breytingum þann 26. maí, til dæmis er Björt framtíð að hverfa inn í fortíð sína.
Ætlar þú að kjósa það sama í vor og þú kaust síðast?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2018 | 16:45
Mjög gott dæmi um "heilbrigðið" í stjórnmálunum
Guðni Ágústsson ritar grein í Mogga dagsins undir yfirskriftinni "Hvert stefna Íslendingar í utanríkismálum?" og sendir þar fyrrum flokksbróður sínum, Gunnari Braga Sveinssyni, aldeilis tóninn vegna viðskiptabannsins á Rússa og viðbrögð þeirra við því.
Minnist þess ekki að Guðni hafi gagnrýnt þetta á sínum tíma.
Þá kveðju átti Gunnar Bragi fyllilega skilið að fá, enda hefur framferði hans kostað íslenskan sjávarútveg og landbúnað gríðarlega fjármuni - algjörlega að óþörfu - vegna fylgisspektar við ESB og Bandaríkin.
Svo er það hin hliðin.
Hefði Guðni viðhaft þessi orð ef Gunnar Bragi væri enn í Framsóknarflokknum?
Pottþétt ekki.
Mjög gott dæmi um "heilbrigðið" í stjórnmálunum.
Smellið á myndina til að lesa "bræðrakveðjuna"!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2018 | 12:23
Náttúruvalið í stjórnmálunum að sanna kenningar Darwins?
Trúarbrögð eru á undanhaldi í heiminum.
Nú er svo illa komið að einn helsti stuðningsmaður XD í Reykjavík hefur ekki trú á að flokkurinn fái ekki nema 8 borgarfulltrúa í kosningunum í vor!
Gangi það eftir, má flokkurinn vel við una, því það væru 34,7% borgarfulltrúanna - fengin með innan við þriðjungi atkvæða borgarbúa!
Trúin gekk út á að ná meirihluta - eins og í gamla daga!
Það verður augljóslega ekki.
Múslimar mega ekki ganga af trú sinni - þá er þeim refsað grimmilega.
Gamlir Sjallar ganga heldur ekki af trú sinni - fyrr en þeir ganga fyrir ætternisstapann!
Þau trúarbrögð eru ekkert á undanhaldi.
Nema af völdum náttúruvalsins sem Gharles Darwin (1809-1882) uppgötvaði forðum.
The Survival of the fittest!
Bara verst hvað margir Sjallar eru komnir úr barneign!
Síðasti Geirfuglinn hafði örugglega fulla trú á sjálfum sér og taldi lífið vera bjart framundan!
Reiknaði ekkert með drápseðli hinna vinstri sinnuðu veiðimanna í jöfnu lífsins!
Það gerði Darwin ekki heldur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2018 | 22:02
Má bjóða þér að bergja á eitruðum ógeðsdrykk?
Þetta verður fyndnara með hverri könnuninni sem fram kemur!
Það er alveg sama hvernig Sjallarnir djöflast í þessu, dreifa ógeðskokteilnum sínum sem mest þeir mega - það vill enginn súpa á - nema harðasta klíkan innan flokksins!
Ömurlegasta kosningabarátta allra tíma mun uppskera það sem hún verðskuldar.
Aðhlátur og fulltrúaskort.
Þeir munu fá 6-7 borgarfulltrúa og geta alveg hrokkið með andfælum upp frá draumum sínum um að komast í meirihluta.
Hvar ættu þeir svo sem að fá mannskap til þess?
Vonandi sóða þeir ekki mikið út með glötuðum kosningabæklingum - nóg er nú ruslið í borginni að þeirra sögn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styrmir Gunnarsson er líklega sá skrifari af hægri vængnum sem á bestu pólitísku gleraugun. Hinir eru að mestu skrifblindir, lesblindir og siðblindir þegar kemur að gjörðum Sjálfstæðisflokksins, stefnu hans og markmiðum. Hér snýr Styrmir hinu endalausa hjali hægri manna um sundrungu á vinstri vængnum upp á Sjálfstæðisflokkinn! Hann er sá eini í flokknum sem hefur kjark og vit til þess. Always follow the Leader, sagði höfuðmaurinn forðum, en nú eru fótgönguliðarnir í maurahjörðinni eitthvað farnir að villast!
"Getur verið að eitt helzta vandamál Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor verði einfaldlega sundrung á hægri vængnum?
Viðreisn er auðvitað fyrst og fremst klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum en athygli vekur að framboðslisti Flokks fólksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík byggir að einhverju leyti á fólki sem á sér sögu í starfi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins.
Þótt Miðflokkurinn sé fyrst og fremst klofningsbrot úr Framsóknarflokknum fer ekki á milli mála að hann er orðinn einn af keppinautum Sjálfstæðisflokksins um fylgi ákveðinna kjósendahópa.
Að auki er svo til kominn nýr listi, Höfuðborgarlistinn, sem líklegur er til að blanda sér í baráttuna um áþekka kjósendahópa.
Þarna eru fjórir flokkar og framboðslistar, sem sækja að einhverju leyti á sömu kjósendamið og Sjálfstæðisflokkurinn.
Þetta þýðir að til þess að ná verulegum árangri í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík þurfa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að ná til þessara kjósenda.
Og um leið vaknar sú spurning hvers vegna einhver hluti þess fólks sem skipar þessa fjóra framboðslista í Reykjavík hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn.
Svipuð staða kann að vera fyrir hendi í sumum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Miðflokkurinn hefur kynnt til sögunnar sterkan frambjóðanda í Kópavogi. Einhverjir hópar úr Bjartri Framtíð hafa náð saman við Viðreisn í nágrannasveitarfélögunum.
Þetta er flóknari staða en oftast áður á hægri vængnum en augljóst að veruleg fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins, eigi hún að verða að veruleika, hlýtur að þurfa að koma frá kjósendahópum, sem þeir flokkar og framboð, sem hér hefur verið vísað til munu sækja í."
Algjörlega hárrétt greining hjá Styrmi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2018 | 20:01
Engir fýlupúkar sjáanlegir í blíðunni í dag
Var í Reykjavík í dag.
Fallegt vorveður og gott að ganga úti í hreina loftinu.
Hreinlæti og umgengni á bílastæðum, götum og torgum til fyrirmyndar.
Mikil byggingaumsvif víða og ég gafst upp á að telja byggingakranana.
Góður gangur í svo mörgu.
Fýluna sem lekur af fáeinum í minnihlutahópnum - í netheimum og fjölmiðlum - var hvergi að finna eða sjá!
Augljóst að borgarbúar eru ágætlega sáttir við borgina sína!
Enda engin ástæða til annars!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2018 | 00:33
Það er ekki góð tilfinning að líða ekki nógu vel í eigin landi
Tilfinningar.
Hef svoleiðis - en ekkert of mikið af þeim!
Hef á síðasta ári og það sem af er þessu fundið fyrir tilfinningu sem aldrei áður hefur gert vart við sig.
Aðeins í vitleysunni fyrir hrunið reyndar.
Líklega er það sama tilfinningin og knúði Styrmi til að lýsa þjóðfélaginu sem viðbjóðslegu.
Það er býsna stór og víðtæk fullyrðing og ég tek ekki undir hana nema sérstaklega á einu sviði þjóðlífsins.
Þegar kemur að peningum.
Öll þessi ofurlaun, dæmdir bankaræningjar kaupa upp heilu hverfin til útleigu á okurverði fyrir ránsfenginn og byggja hótel út um allar trissur.
Eftir því sem launamunurinn verður meiri í þjóðfélaginu er þeirri augljósu lygi haldið að fólkinu að munurinn sé hvergi minni!
Bara svo eitthvað sé nefnt.
Og ekki má gleyma þeim einbeitta ásetningi að halda hér tugum þúsunda við fátæktarmörk, á sama tíma og hin sjálfskipaða elíta á meiri peninga en hún getur nokkru sinni eytt!
Og tilfinningin vaxandi - hver er hún?
Í stuttu máli.
Að ég hugsa sífellt oftar til þess að dvelja erlendis og koma til eigin lands sem gestur.
Hef fylgst alveg þokkalega með þróun okkar samfélags hátt í hálfa öld.
Síðustu misserin hefur þróunin til aukins ójöfnuðar hreinlega gengið fram af mér, spillingin kraumar sem aldrei fyrr.
Lygar, blekkingar og svik virðast vera eldsneytið sem knýr þjóðfélagið áfram.
Verst er að vera áhorfandi að þessu öllu og geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut í málinu.
Þá er kannski best að skapa hæfilega fjarlægð og eyða dögunum í einhverri annarri hringiðu lífsins.
Á fallegum stað þar sem matadorpeningar ræningjanna hérlendis eru ekki gjaldgengir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2018 | 21:09
Engir bloggvinir
Átti marga bloggvini hér á árum áður.
Þegar hér var fjör og margt um manninn.
Nú engan.
Það er fínt.
Vil hafa það þannig.
Hér er líklega best að vera einfari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2018 | 12:28
Sumt er svo víðáttuvitlaust hjá okkur að halda mætti að Bakkabræður væru að stjórna - en líklega voru þeir ekki nógu vitlausir!
Hvaða snillingum ber að þakka fyrir fyrirkomulagið?
Kosið verður í bæjar- og sveitarstjórnir landsins þann 26. maí í vor.
Ekkert athugavert við það.
Framboðfrestur er til klukkan 12:00 á hádegi þann 5. maí, þremur vikum fyrir kjördag.
Ekkert athugavert við það, nema ef vera skyldi að sá frestur er allt of nálægt kjördeginum.
En viti menn!
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin - mánuði áður en framboðsfresti lýkur!
Hvaða fíflagangur er það?
Það eru hvergi komnir fram listar með formlegum hætti - samþykktir sem löglegir af viðkomandi kjörstjórn!
Spurði fulltrúa sýslumanns hvernig fólk færi að því að kjósa þegar þessi fáránlega staða er uppi.
Tja, við erum með allt stafróið á stimplum!
Aldeilis flott!
**********
Íslensk stafrófsvísa:
A, á, b, d, ð, e, é,
f, g, h, i, í, j, k.
L, m, n, o, ó og p
eiga þar að standa hjá.
R, s, t, u, ú, v næst,
x, y, ý, svo þ, æ, ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.
(Þórarinn Eldjárn)
*********
Vantar bara C hjá Þórarni!
Hleypur vel á snærið hjá stimplagerðarmönnum!
En það liggur ekkert fyrir hvaða listabókstaf þau framboð fá sem eru ekki hefðbundin flokkaframboð!
Þetta er svo gjörsamlega glatað fyrirkomulag - að spyrja verður:
Hverjum datt eiginlega í hug að hafa þetta svona?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar