4.4.2018 | 13:46
Að virkja - eða lifa á mosanum?
Í hnotskurninni frægu er þetta nokkurn veginn svona:
Vinstri menn vilja helst ekkert virkja vegna umhverfissjónarmiða.
Hægri menn vilja virkja sem mest vegna atvinnusjónarmiða.
Án atvinnu lifir enginn á mosa.
Er því hægri maður í virkjunarmálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2018 | 21:35
Ábyrgð þeirra sem svelta vegakerfið er mikil þegar slys vegna aðstæðna ber að höndum
Bylgjan í dag.
Það var aumt að heyra Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, koma því með semingi út úr sér að um 6 milljarða útgjöld vegna samþykktrar Samgönguáætlunar hafi ekki verið fjármögnuð.
Hvers vegna voru þau ekki fjármögnuð?
Var Sjálfstæðisflokkurinn kannski of upptekinn við að lækka skatta?
Það er yfirhöfuð sárgrætilega aumt að heyra þá, sem fjárveitingavaldið hafa haft í langan tíma, tala í forundran um að vegakerfið sé að grotna niður vegna fjárskorts.
Bjuggust þeir kannski við að vegakerfið héldi sér við sjálft?
Þetta fólk þarf að líta sér nær og íhuga hver sé þáttur þess og ábyrgð á öllum þessum slysum - öllu þessu eignatjóni, glötuðum mannslífum og örkumlun margra til lífstíðar.
Ráðandi stjórnmálaflokkar eru ábyrgir fyrir því að fjármagna viðhald þeirra eigna sem ríkið á.
Ótal margt af því sem miður fer verður því rakið beinustu leið til þeirra ákvarðana.
Aðrir geta ekki verið ábyrgir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er OPIÐ BRÉF?
Samkvæmt mínum skilningi er það bréf í greinarformi sem stílað er á einhvern sérstakan einstakling, stofnun eða forstöðumann hennar.
Með "opnu bréfi" er tilgangurinn að allir sjái hvaða erindi er verið að senda - en ekki bara viðtakandinn.
Eftir tölvupóstsamskipti gærdagsins hef ég uppgötvað þetta:
Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, telur allar færslur á samfélagsmiðlum, sem ekki eru lokaðar - vera ígildi opinna bréfa!
Sama gildir þá væntanlega um allar aðsendar greinar sem berast fjölmiðlum - og eru hvorki stílaðar á einn né neinn sérstaklega!
Hann telur færslu sem ég skrifaði um húsnæðismál Ingu Sæland vera "opið bréf".
Tók hana orðrétt upp og kynnti sem slíka.
Af því að færslan var ekki lokuð neinum!
Ég hef aldrei á ævi minni ritað neinum formlegt opið bréf - en sett inn margar færslur - bæði á bloggi og á Facebook!
Kæru lesendur og skrifarar á samfélagsmiðlum!
Vissuð þið að í hvert sinn sem þið setjið eitthvað á netið - þá eruð þið að skrifa OPIÐ BRÉF - í skilningi Sigurjóns M. Egilssonar, ritstjóra vefmiðilsins Miðjunnar?
Vissulega eru slík skrif oftast opin öllum sem vilja lesa - en að telja þau "opin bréf" samkvæmt viðteknum málskilningi - sýnir ótrúlega vankunnáttu verðlaunablaðamannsins Sigurjóns M. Egilssonar.
Hann birti þó tilvitnaða færslu innan gæsalappa - eins og vera ber.
Honum er því greinilega ekki alls varnað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2018 | 12:37
Hver verður jólagjöfin í ár frá fólkinu við Austurvöll?
Jólagjöfin í ár?
Kannski fullsnemmt að velta því fyrir sér.
Sumarið verður rólegt í pólitíkinni.
Smá vorfjör 26. maí og næstu daga þar á eftir.
Svo rólegt.
Fólk fær frið fyrir óværunni fram á haustið.
Þá nær undiralda samsærisins gegn fólkinu sér á strik að nýju.
Verslanir fara að huga að jólavarningnum og íhuga hve álagningin geti orðið há.
Þingmenn fara að huga að fjárlagagerðinni fyrir alvöru.
Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess torleysta verkefnis.
Það verður eins og að leysa erfiðustu kjaradeilurnar hjá sáttasemjara ríkisins.
Ríkisstjórnina skipa þrír gjörólíkir flokkar.
Tveir þeirra þurfa að ná saman - sá þriðji samþykkir allt í sínu metnaðar- og skoðanaleysi.
Himinn og haf eru á milli áherslna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálunum - á pappírunum að minnsta kosti.
Hvorugur flokkanna vill hrista af sér fylgið með of mikilli eftirgjöf á stefnumálum sínum.
VG með sína félagsmálapakka - Sjallar með fjármálapakkana fyrir vini sína.
Það væri líklega rökleysa að halda því fram að flokkarnir komi sér saman um fjárlög næsta árs.
Allt eins líklegt er að hin opinbera jólagjöf í ár sé í hægfara mótun.
Sprungin ríkisstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2018 | 00:18
Slagorðið sem gleymdist í allri græðginni
Stétt með stétt.
Er það gamall að muna vel eftir notkun þess slagorðs í ræðum og riti.
Sjálfstæðisflokkurinn hinn fyrri notaði þetta.
Sú notkun var alls ekki út í bláinn þá.
Nú heyrist þetta aldrei.
Sjálfstæðisflokkurinn hinn nýji vogar sér ekki að nota þetta, enda algjört öfugmæli við stefnu og gjörðir flokksins eftir að krumlur frjálshyggjunnar læstust um forustumenn hans.
Nú á auðmannastéttin allt sviðið.
Hinir mega bíða eftir brauðmolum af svignandi krása borðunum.
Í nútímanum er hið fagra slagorð ekkert annað en kulnuð glóð.
Kannski eitthvað fyrir hið svokallaða verkalýðsráð flokksins til að rifja upp á fundum ef skortur er þar á umræðuefnum!
Stétt með stétt.
Slagorðið sem græðgin gleypti?
Einmitt!
Stétt gegn stétt - væri nærri lagi.
Bloggar | Breytt 3.4.2018 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni er oft hin besta skemmtun.
Kristnitakan var árið 1000 - ekki tíu hundruð - á mæltu máli.
1900 er ártal.
Aldrei talað um það sem árið - eittþúsundog níuhundruð - á mæltu máli.
2000 var aldamótaár.
Aldrei talað um það sem árið - tuttuguhundruð - á mæltu máli.
Nú er árið 2018.
Aldrei talað um það sem - tuttuguhundruðog átján - á mæltu máli.
Læt ýmislegt pirra mig.
Meðal annars svona ófyndna stæla.
Slökkti á Bylgjunni í dag þegar spurningahöfundur fór að klæmast á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2018 | 11:25
Hver er tilfinning skrifara á Moggablogginu fyrir þróun miðilsins?
Fljótlega eftir aldamótin stofnaði ég þessa síðu hér á Moggablogginu.
Þá var mikið fjör hér og umferð mjög mikil, segja má að skrifarar hafi komið úr öllum skúmaskotum samfélagsins og öllum stjórnmálaflokkum.
Mig minnir endilega að þegar umferðin var hvað mest þá hafi færslur tollað á forsíðuyfirlitinu í einn til tvo klukkutíma og oft var býsna löng bið frá því færsla var send inn þar til hún birtist.
**********
Setti færslu inn í fyrradag og hún var á forsíðuyfirlitinu í 15 klukkutíma!
Eitthvað segir það manni!
Man mjög vel eftir breytingunni sem varð þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Moggans.
Um það bil helmingur minna bloggvina, sem voru býsna margir, hreinlega kvaddi þennan vettvang og leitaði annað með skrif sín.
Hver er ykkar tilfinning fyrir þessu - ykkar sem enn eru hér virkir skrifarar?
Er hún Snorrabúð nú stekkur?
**********
Eitt má Moggabloggið eiga alveg skuldlaust.
Tæknilega séð er það gríðarlega flott - það flottasta sem ég hef séð.
Synd að því hafi fatast svona flugið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvert fór lýðræðið eða kom það kannski aldrei?
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji endurbætta stjórnarskrá.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji bæta kjör aldraðra og öryrkja.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji aukið persónukjör.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji minni afskipti af deilumálum stórveldanna.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji skilgreina forsetaembættið betur.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji breytingar á fiskveiðistjórnun.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji klára viðræður við ESB.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji alvöru gjaldmiðil.
Það er ekki í boði.
Held að meirihluti þjóðarinnar vilji svo ótalmargt - sem hreinlega ekki er í boði.
Samt þykjumst við vera lýðræðisríki!
Forðum var sagt:
Er ekki eitthvað að í henni Kaupmannahöfn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.3.2018 | 14:21
Hvað með nokkur kraftaverk í viðbót?
Páskar - Hugleiðing.
Páskar eru tími krossfestingar, upprisu og kraftaverka.
Upprisan sem slík hlýtur að vera kraftaverk - til viðbótar þeim kraftaverkum sem Jesús er sagður hafa unnið á meðal manna með því að lækna sjúka með aðferðum sem nútíma læknavísindi ráða ekki yfir og geta ekki skýrt - þrátt fyrir gífurlegar framfarir í þeim vísindum.
Kristnir menn telja að sálir þeirra fari til Guðs að loknu þessu jarðlífi - en víst er að líkaminn fer ofan í jörðina.
Í því liggur munurinn á dauða venjulegs fólks og hins eingetna frelsara.
Andvana líkami hans fannst aldrei samkvæmt hinni fornu sögusögn.
**********
Fylgisspekt almennings við hina kristnu kirkju dalar með hverju árinu sem líður - hérlendis sem erlendis.
Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni á hverju ári, en skírðir eru inn í hana sem ómálga börn - eða affermast úr henni.
Þeim ungmennum fjölgar stöðugt sem kjósa borgaralega fermingu - í stað þess að staðfesta þá vígslu sína inn í þjóðkirkjuna sem skírnin er.
Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir þessum úrsögnum eða fráhvarfi - en aðallega hljóta þær að vera vegna vantrúar á boðskapinn.
Önnur skýring er vandfundin.
Er einn þeirra sem yfirgaf samkvæmið að trúleysisástæðum - en ber þó mikla virðingu fyrir því góða starfi sem kirkjan vinnur á mörgum sviðum.
Finnst boðskapurinn óttalega barnalegur og furða mig á vel upplýstu fólki samtímans, sem trúir því staðfastlega að ævintýrið um tilvist hins eingetna - frá jötu til grafar, sem hann hvarf úr - eigi við nokkur rök að styðjast.
Mín skoðun.
Oft er sagt að tími kraftaverkanna sé liðinn.
Það er undarleg fullyrðing eða skoðun - flóttaleg skoðun.
Það sem einu sinni hefur verið gert má alltaf gera aftur.
Ef hin kristna hjörð væri stjórnmálaflokkur - dalandi í fylgi - yrði leiðtoginn ekki lengi að boða nokkur kraftaverk að kosningum liðnum!
Hvað með leiðtogann mikla, sjálfan himnaföðurinn?
Er hann alveg hættur að luma á kraftaverkum - sem aldeilis gætu snúið þróuninni við - honum í hag?
Kristilegu kærleiksblómin spretta - í kring um hitt og þetta - sagði skáldið.
En það þarf að vökva þau reglulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2018 | 12:20
Landsölumenn og landráðamenn
Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?
Hvers konar fólk getur samvisku sinnar vegna selt erlendum aðilum hluta úr ættjörðinni okkar til varanlegrar eignar?
Er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að leysa til sín allt landrými sem losnar, hvern hektara og hverja þúfu, og endurleigja það síðan, helst Íslendingum, en til vara erlendum aðilum í skemmri tíma.
Það er algjörlega galið að fjársterkir útlendingar sölsi undir sig hverja stórjörðina af annari - oft í afar óljósum tilgangi.
Hér áður fyrr gerðu menn vopnuð strandhögg og sölsuðu undir sig landrými og gerðu heimamenn að þrælum sínum.
Nú til dags eru þessi strandhögg gerð með peninga að vopni og spilað inn á fégræðgi landsölumanna - sem vegna dollaramerkjanna í augunum sjá ekki og skilja ekki að þeir eru að selja hluta landsins sem fóstraði þá. Líklega væru slíkir menn tilbúnir til þess að selja börnin sín líka - fyrir rétt verð.
Hef alltaf litið á orðið landeigandi sem hálfgert skammaryrði, þar sem það er bjargföst skoðun mín að þjóðin eigi að eiga allt landið, miðin og lögsöguna að 200 mílum og gefa engan afslátt af því eignarhaldi sínu.
Spurði:
Hver er munurinn á landsölumanni og landráðamanni?
Svarið:
Enginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar