Spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni - furðulegir málstælar Stefáns Pálssonar

Spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni er oft hin besta skemmtun.

Kristnitakan var árið 1000 - ekki tíu hundruð - á mæltu máli.

1900 er ártal.

Aldrei talað um það sem árið - eittþúsundog níuhundruð - á mæltu máli.

2000 var aldamótaár.

Aldrei talað um það sem árið -  tuttuguhundruð - á mæltu máli.

Nú er árið 2018.

Aldrei talað um það sem  - tuttuguhundruðog átján - á mæltu máli.

Læt ýmislegt pirra mig.

Meðal annars svona ófyndna stæla.

Slökkti á Bylgjunni í dag þegar spurningahöfundur fór að klæmast á þessu.


Hver er tilfinning skrifara á Moggablogginu fyrir þróun miðilsins?

Fljótlega eftir aldamótin stofnaði ég þessa síðu  hér á Moggablogginu.

Þá var mikið fjör hér og umferð mjög mikil, segja má að skrifarar hafi komið úr öllum skúmaskotum samfélagsins og öllum stjórnmálaflokkum.

Mig minnir endilega að þegar umferðin var hvað mest þá hafi færslur tollað á forsíðuyfirlitinu í einn til tvo klukkutíma og oft var býsna löng bið frá því færsla var send inn þar til hún birtist.

**********

Setti færslu inn í fyrradag og hún var á forsíðuyfirlitinu í 15 klukkutíma!

Eitthvað segir það manni!

Man mjög vel eftir breytingunni sem varð þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Moggans.

Um það bil helmingur minna bloggvina, sem voru býsna margir, hreinlega kvaddi þennan vettvang og leitaði annað með skrif sín.

Hver er ykkar tilfinning fyrir þessu - ykkar sem enn eru hér virkir skrifarar?

Er hún Snorrabúð nú stekkur?

**********

Eitt má Moggabloggið eiga alveg skuldlaust.

Tæknilega séð er það gríðarlega flott - það flottasta sem ég hef séð.

Synd að því hafi fatast svona flugið.


Bloggfærslur 1. apríl 2018

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband