Hver er tilfinning skrifara á Moggablogginu fyrir þróun miðilsins?

Fljótlega eftir aldamótin stofnaði ég þessa síðu  hér á Moggablogginu.

Þá var mikið fjör hér og umferð mjög mikil, segja má að skrifarar hafi komið úr öllum skúmaskotum samfélagsins og öllum stjórnmálaflokkum.

Mig minnir endilega að þegar umferðin var hvað mest þá hafi færslur tollað á forsíðuyfirlitinu í einn til tvo klukkutíma og oft var býsna löng bið frá því færsla var send inn þar til hún birtist.

**********

Setti færslu inn í fyrradag og hún var á forsíðuyfirlitinu í 15 klukkutíma!

Eitthvað segir það manni!

Man mjög vel eftir breytingunni sem varð þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Moggans.

Um það bil helmingur minna bloggvina, sem voru býsna margir, hreinlega kvaddi þennan vettvang og leitaði annað með skrif sín.

Hver er ykkar tilfinning fyrir þessu - ykkar sem enn eru hér virkir skrifarar?

Er hún Snorrabúð nú stekkur?

**********

Eitt má Moggabloggið eiga alveg skuldlaust.

Tæknilega séð er það gríðarlega flott - það flottasta sem ég hef séð.

Synd að því hafi fatast svona flugið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Örfáar konur eru eftir hér á Moggablogginu, bæði í bloggfærslum og athugasemdum, en öfgahægrikarlar og aðdáendur Hádegismóra í meirihluta.

Þorsteinn Briem, 1.4.2018 kl. 11:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála þeirri greiningu Steini!

Björn Birgisson, 1.4.2018 kl. 11:42

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

RÚV á að vera með sitt eigið BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI  með nákvæmlega sama hætti og Mogginn er með; það eru LEIÐARARNIR  inn í framtíðina sem að eru dýrmætari en caos-fyrirsagnir og boltaleikir.

Þar gætum við verið komin með umræðuvettvang sem að við gætum kallað 

Fund fólksins.

Hugsanlega myndu fleiri stinga niður penna ef að svæðið væri talið algerlega hlutlaust og í eigu okkar allra:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2210236/

Jón Þórhallsson, 1.4.2018 kl. 11:51

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Moggabloggið er lítið horn á stórum vettvangi netsins þar sem hægt er að ná í efni af bloggi, fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og heimasíðum vítt og breitt í henni veröld.

Hvort fleiri eða færri nota moggabloggið til að setja inn hugðarefni sín finnst mér eiginlega litlu skipta. En eflaust líta aðstandendur þess öðrum augum á málið.

Páll Vilhjálmsson, 1.4.2018 kl. 12:31

5 identicon

Páll. Þú notar Moggabloggið manna mest til að tjá skoðanir þínar. Hefur þú engar áhyggjur af því að lesendum þínum fækki? Varla ertu að skrifa fyrir þig sjálfan! Hver sá sem skrifar vill fá sem flesta lesendur - rithöfundar og pennar á samfélagsmiðlunum!

Björn Birgisson (IP-tala skráð) 1.4.2018 kl. 12:45

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gleðilega páska, Björn.  Ég fylgist enn með moggablogginu, meira eða minna eftir atvikum, en aðallega því fréttatengda.  FB hefur áreiðanlega stolið senunni hvað varðar langloku-samræður um menn og málefni.  Sé að við nöfnur tvær erum einu konurnar í bloggvinahópnum þinum og því aðeins við hæfi að ég leggi inn athugasemd hjá þér hér. :)

Kolbrún Hilmars, 1.4.2018 kl. 13:35

7 Smámynd: Björn Birgisson

Gleðilega páska Kolbrún! Mér skilst að afar fáar konur séu eftir á Moggablogginu. Áður en ég "hætti" hér var fríður flokkur kvenna á mínum bloggvina lista!Tæmdi hann að mestu við "brotthvarfið"!

Björn Birgisson, 1.4.2018 kl. 13:46

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Gleðilega páska.

Það er eitt sem stendur upp úr þessum ritvelli og það er að fólk kastar lítið af skít og skömmum í athugasemdum. Nánast í öllum tilfellum málefnalegri ritvöllur en ''smettið'', það má taka undir undir með Steina að skoðanirnar eru að verða heldur öfgakenndari (óskammfeilnar og í sumum tilfellum meinfýsnar). Komast samt ekki í hálfkvisti við kommentakerfi annara miðla, sem er vel.

Flest þau spjallborð sem ég hef komið nálægt eru að deyja drottni sínum, því miður. Ég hef þó grun um að síðustu uppákomur varðandi upplýsingasöfnun og níðsla á friðhelgi einkalífsins gæti verið ákveðinn vendipunktur fyrir suma en tæknilega er ''smettið'' með algera yfirburði í að tengja saman fólk og athafnir.

Ég lít á þetta blogg sem ritvöll en hitt sem slúður og dægurþras.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.4.2018 kl. 14:10

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ritvöllur sem er að verða einhliða, öfgakenndur, óskammfeilinn og meinfýsinn - getur tæplega staðið undir nafninu ritvöllur!

Björn Birgisson, 1.4.2018 kl. 15:05

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það hlýtur að vera sýn hvers og eins, hvað er einhliða? Skoðanir mínar eru jú mínar og því einhliða, ef einhver tekur undir þær, verða þær þá tvíhliða? Síðan er hitt atriðið, óskammfeilnar og meinfýsnar skoðanir eru ekki endilega illa innrættar og settar fram með skítkasti og skömmum. Það er ekki sama hvaða orð eru notuð og hvernig þau eru sett fram. Öfgaskoðanir verða alltaf og þær hafa of oft á tíðum, nokkuð til síns máls þó framsetning og hugmyndir um aðgerðir viðkomandi séu ekki endilega í ásættanlegar.

Ég hef á tilfinningunni að þeir sem skrifa á þetta blogg séu frekar í þeim kantinum að setja fram texta sem hægt er að standa við með sínu nefi, ef það má orðað það svo, en hinn kjaftavaðallinn sem virðist engu skipta hverskonar kjaftætti er breytt í rithátt, heldur sig annarsstaðar. Maður fær stundum á tilfinninguna að sumt fólk nærist á skóm annara.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.4.2018 kl. 16:06

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Björn

Það er mikið rétt hjá þér, umferðin hér á moggablogginu hefur minnkað töluvert síðustu misseri.

Sjálfur stofnaði ég mína bloggsíðu mun síðar en þú, eða þegar vinstristjórnin var við völd. Þá var umferðin mjög mikil og við sem ekki komumst í hóp þeirra sem fá að dvelja efst á forsíðu bloggsins, oft á tíðum næsta máttlausir í okkar boðskap. Skrif okkar stóðu stutt fyrir almenning.

Það er hins vegar eitthvað sem skeður fyrir um ári síðan, eða svo. Þá fór bloggum verulega fækkandi. Ekki þarf þó endilega að setja samasemmerki við það og heimsóknir á bloggið, því samhliða sá maður fleiri heimsóknir inn á sitt blogg. Færri bloggfærslum mun þó fylgja færri heimsóknir á bloggið, þegar til lengdar líður.

Það væri skaði ef blogg moggans legðist af. Allt tal um skort hlutleysi á þessum síðum er auðvitað kolrangt. Hér hafa menn gagnrýnt alla stjórnmálaflokka og sumir verið sérlega harðorðir, án þess að forsvarsmenn moggans eða ritstjórar hans skipti sér af. Flestir bloggarar moggabloggsins eru nokkuð rökfastir í sínum skrifum, hvar í flokki sem þeir teljast, þó stundum sé fast að orði kveðið. Það sama verður hins vegar ekki sagt um þá sem skrifa athugasemdir við bloggin. Þar er orðfæri oftar en ekki svo súrt að manni blöskrar. En jafnvel þær súru og oft á tíðum meiðandi athugasemdir fá að standa, meðan viðkomandi síðuhafi leifir.

Gunnar Heiðarsson, 1.4.2018 kl. 20:31

12 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég veit ekki um neinn sem beinlínis fylgist með bloggskrifum á Blog.is.  Ég til dæmis nota alfarið Blogg.gattin.is  Þess vegna hef ég ekki hugmynd um hverjir komast á forsíðu blog.is hverju sinni. Ég les mína sérvöldu bloggara hvað svo sem vinsældum þeirra líður.  Og þú ert á þeim lista Björn laughing

Að kenna Davíð um hnignun Moggabloggsins er eins og að kenna honum um snjókomu í júlí. Að blogga er bara full vinna og það virðist bara sem flestir hafi nógu öðru að sinna en setja upp blogg á hverjum degi.  Að sama skapi er það þakkarvert að ekki eru allir hættir að blogga. Blogg er nefnilega nauðsynleg framlenging á þessari lélegu blaðamennsku sem okkur er boðið upp á.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.4.2018 kl. 21:09

13 Smámynd: Björn Birgisson

Þú lest varla mikið eftir mig Jóhannes, kem afar lítið hérna inn - held mig á Facebook, en þar les enginn neitt eftir mig!

Björn Birgisson, 1.4.2018 kl. 22:45

14 Smámynd: Jens Guð

  Ég byrjaði að blogga á þessum vettvangi 2007.  Þá var líf í tuskunum.  Dagblöðin birtu daglega útdrátt úr bloggfærslum.  Útvarpsstöðvar voru með fasta dagskrárliði um og úr bloggheimum.  Tímarit og sjónvarpsstöðvar gerðu bloggi skil.  Dæmi:  https://youtu.be/_Ce40ZxflsA

  Á þessum árum var algengast að daglegt innlit á bloggfærslu væri á bilinu 3000-5000.  Í blogghringiðunni myndaðist vinskapur.  Maður eignaðist vini úr bloggheimum til frambúðar í raunheimum.  Haldnir voru bloggvinahittingar.

  Ég fékk beiðnir um að blogga á visir.is og dv.is.  Ég tók vel í það.  Þegar á reyndi kom í ljós að moggabloggið var miklu betur hannað en önnur bloggsvæði.  Enn í dag er moggabloggið í hópi best hönnuðu bloggsvæða heims. Þar fyrir utan á þessum tíma var moggabloggið stórveldi.

  Doddsson gerði afdrifarík mistök er hann settist í ritstjórnarstól Moggans.  Ég man ekki hvort það var 2009 eða 2010.  Hann fordæmdi bloggara sem bjána í harðorða leiðara.  Samtímis færði hann blogg af forsíðu mbl.is frá toppi til táar.  Í kjölfar færðu um 12 þúsund moggabloggara sig frá moggabloggi yfir á aðra bloggvettvanga.  Aðallega Fésbók.  Síðan hefur moggablogg ekki verið svipur hjá sjón.  300 dagleg innlit duga til að vera inn á lista yfir vinsælistu bloggfærslur.  90% hrun frá því að Doddsson mætti til leiks.   

Jens Guð, 4.4.2018 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband