Þjóðarskömm við Austurvöll

Rifist var um styrkjamál einstaklinga og flokka á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar. Þingmennirnir okkar eru að verða þjóðarskömm. Þeir eru ekki að vinna fyrir þjóðina. Þeir eru komnir í paint-ball keppni í þinghúsinu.

Mikið er maður farinn að skammast sín fyrir þetta fyrirbæri sem kallað er Alþingi. Getur þetta fólk ekki rifist um þessa styrki einhvers staðar annars staðar? Þarf að eyða dýrmætum tíma þingsins í þessar endalausu þrætur um hver sé spilltari en annar?

Talandi um dýrmætan tíma þingsins. Einmitt nú þegar þjóðfélagið er allt einhvern veginn á hvolfi og málin, stór of smá, hrúgast upp í þinginu, þá er þingið að fara í sumarfrí!

Ég veit ekki betur en að þingmenn séu á þokkalegum launum allt árið.

Hvað liggur svona á að fara í sumarfrí?

Þegar allt er vitlaust að gera á bara að loka þingsjoppunni!

Kannski eru þingmennirnir bara best komnir heima hjá sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af stefnumálum besta flokksins er að gera alþingi eiturlyfjalaust árið 2020.  Það finnst mér frekar fyndið.  Það þarf að fá besta flokkinn í framboð á fleiri stöðum, það er að verða möst.  Vefurinn betrireykjavik.is er snilldarhugmynd og á tengist ekkert fíflagangi.  Þar getur almenningur komið með nýjar tillögur og allir geta fært rök með þeim eða gegn þeim þannig að allir sjái.  Þeir eru að virkja beint lýðræði.

Alþingismenn aftur á móti eru löngu hættir að starfa fyrir þjóðina, heldur eru fastir í botnlausri sjálfshyggju, skítkasti, barnaskap og eru almennt í því að viðhalda spillingu og kunningjaþjóðfélaginu sem við hin erum búin að fá ógeð af. 

Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kvitt.

Björn Birgisson, 10.6.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband