11.6.2010 | 20:05
Eru stórmerkileg tímamót framundan hjá Reykjavíkurborg?
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að verða forseti borgarstjórnar. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir íhuga nú tilboð um nána samvinnu minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, höfuðborgarinnar okkar allra.
Besti flokkurinn og Samfylkingin ætla að mynda meirihluta, þar sem Jón Gnarr verður borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs. Hins vegar er ríkur vilji innan nýja meirihlutans, sérstaklega hjá Besta flokknum, til að fara óhefðbundnar leiðir og bjóða væntanlegum minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna að borðinu. Það boð er einsdæmi í stjórnmálum á Íslandi.
Komið hefur fram að Sjálfstæðisflokknum hafi þegar verið boðin ýmis veigamikil embætti, jafnvel formennska í mikilvægum nefndum borgarinnar. Frábært.
Samkvæmt þessu hefur einnig verið rætt við Vinstri græna á svipuðum nótum um að Sóley Tómasdóttir fái hlutverk sem einhver akkur er í, eða fólk sem hún tilnefnir af hálfu síns flokks.
Hvorugur flokkanna, Sjálfstæðisflokkur eða Vinstri grænir, hafa enn svarað þessum frábæru tilboðum.
Ekki svarað!
Viljið þið gjöra svo vel að taka upp símann og segja já takk, ekki seinna en eftir 10 mínútur!
Stjórnmálabyltingin á Íslandi er hafin með þessu tilboði. Reynið að skynja ykkar vitjunartíma!
Þeir sem hafna þessu boði eru að hafna framtíðinni og kjósendum og dæma sjálfa sig út í ystu myrkur! Það sem eftir lifir!
Þetta eru stórkostlegustu fréttir úr íslenskum stjórnmálaheimi í langan tíma.
Sá stjórnmálamaður sem ég virði mest sagði alltaf:
Þótt menn bjóði sig fram fyrir mismunandi flokka eiga þeir að vera samstarfsmenn að loknum kosningum, aldrei óvinir eða óvildarmenn.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert smá sammála þér drengur. Held einmitt að nú séum við að sjá til sólar. Held að við séum ekki einu sinni komin með smjörþefin af því. Döf.. sem ég hlakka til..
GOLA RE 945, 11.6.2010 kl. 20:24
Gola RE 945, nú mega krosstrén ekki bregðast. Gerist það breytist ekkert. Það vill ekki nokkur maður!
Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.