Hvað gerir landsfundur Sjálfstæðisflokksins eftir nokkra daga? Munu þar menn eða mýs hafa yfirhöndina?

Ég held að söguþjóðin sé við það að klikkast vegna ástandsins. Af hverju geta kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ekki unnið betur saman? Hvað er eiginlega að gerast í stjórnmálalífi þjóðarinnar? Kjósendur eru að öskra sig hása og krefjast breytinga en ekki verður þess mikið vart að nokkur vilji sé hjá flokkunum til að hlusta á atkvæðin sín. Pólitískt sálarlíf þjóðarinnar hefur aldrei verið verra.

Verði boðað til kosninga fljótlega verða gríðarlegar mannabreytingar. Nú er ein stóra spurningin þessi og henni varpaði ég fram í athugasemd á annarri síðu:

Hvað gerir landsfundur Sjálfstæðisflokksins eftir nokkra daga? Munu þar menn eða mýs hafa yfirhöndina?

Kunnur sjálfstæðismaður svaraði með þessum orðum:

Ég reikna fastlega með skæðum músagangi á landsfundinum. Held að kötturinn sé bara feiki ánægður í Hádegismóum.

Það er nú það. Tryggustu flokksmennirnir sjá ennþá foringjaefni flokksins í persónu Davíðs Oddssonar, en hann er víst hættur afskiptum af pólitík, nema með nafnlausum skrifum í Morgunblaðið, málgagn flokksins. Stórmannlegt sem það nú er.

Á síðasta landsfundi hafði Kristján Þór áhuga á formannsembættinu, en náði því ekki. Bjarni var kosinn en hefur síðan verið í umræðunni vegna hæpinnar aðkomu að fjármálavafstri og spillingarmálum. Hann er miklu veikari formaður nú en þegar hann var kjörinn.

Hvað með Kristján Þór? Hefur hann ekki áhuga nú? Af hverju leggur hann ekki til atlögu að toppnum öðru sinni? Eins og sagt er í bikarkeppninni, það verður að taka áhættu ef lið liggur 0-1 undir. Kristján Þór hvar er kjarkurinn?

Bjarni er miklu auðveldara skotmark nú en síðast. Hvað með ungu mennina, Guðlaug Þór og Sigurð Kára. Enginn metnaður? Hvað með Pétur Blöndal og Árna Sigfússon? Hvað með allar fallegu konurnar? Enginn metnaður fyrir hönd flokksins? Ég bara neita að trúa því.

Verði Bjarni sjálfkjörinn formaður að nýju er alveg ljóst að það verður gert í vanþökk þúsunda sjálfstæðismanna um allt land og hætta á alvarlegum klofningi flokksins margfaldast. Yrði það gæfuspor fyrir landið?

Af hverju koma þá ekki fram nein mótframboð þrátt fyrir umdeilda setu Bjarna á formannsstólnum og áhættuna við endurkjör hans?

Er svona alvarlegur skortur á hæfu fólki í flokknum eða skortir alla frambærilega menn þar á bæ kjarkinn? Hið síðarnefnda er líklegra.

Eitthvað er greinilega að.

Eina stórmálið sem ég hef heyrt nefnt í aðdraganda landsfundarins er kjör nýs varaformanns.

Eins og það skipti nokkru máli.

Svo er Hanna Birna á leið til samstarfs við Jón Gnarr og Dag í borginni. Einhverjum titringi mun það valda innan Sjálfstæðisflokksins.

Samfylkingin er ekki síður löskuð en Sjálfstæðisflokkurinn og þar þarf að lofta ærlega út og verður vafalaust gert við fyrsta tækifæri. Björgvin og Steinunn Valdís horfin á braut og fleiri þurfa að fylgja á eftir þeim. Fróðlegt verður að sjá hvað mun standa í rannsóknarskýrslu þess flokks í haust.

Um Framsókn og VG nenni ég ekki að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Björn Ísfirðingur -  í Grindavíkur skíri !

Ég hygg; Björn minn, að þú hefðir getað sparað þér spurninguna - og ég; andsvar mitt, þar með.

Að sjálfsögðu; er vanvirða við nokkra tegund dýraríkisins, mýsnar meðtaldar, að nefna þær, í sama mund, og þennan höfuð glæpaflokk ALLRAR Íslands sögunnar, ágæti nágranni, í útsuðri.

Þó svo; hinir 3 (BSV listar), séu svo sem, litlir eftirbátar, umrædds flokks skrímslis, hér að ofan, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Björn Birgisson. Af því að þú ert búin að heyra ofaní svo marga þá ætir þú að geta sagt okkur hvað hún Gróa sagði.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, kannski hefði ég getað sparað mér mínar spurningar og þú þar með þitt andsvar.

Þannig gengur þetta bara ekki. Sérhver Íslendingur verður að spyrja ótal spurninga og leita svaranna. Þú líka, minn kæri.

Hvernig væri komið fyrir okkur ef enginn velti nokkru fyrir sér og allir gæfu kjörnum fulltrúum sjálfdæmi í öllum málum?

Við verðum að reyna Óskar minn!

Með bestu kveðjum austur yfir fjallgarðana öskuföllnu!

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 22:44

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur, Gróa á Leiti er ekki mín kona. Hún segir mér aldrei neitt og ég ekki henni. Ert þú með GSM númerið hennar í minni á þínum síma?

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 22:47

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef aðeins velt fyrir mér Samfylkingunni og stöðu þess flokks - flokkurinn er í forystulaus OG trúverðugleiki flokksins er enginn - í kjördæmi formanns og varaformanns nú í sveitastjórnarkosningunum tapaði flokkurinn miklu fylgi og einum borgarfulltrúa - flokkurinn er í raun og veru eins máls flokkur - hann getur ekki sleppt ESB - ef hann gerir það er hann 0 -
Hversvegna treystir flokkurinn sér ekki til að halda landsfund og taka á þeirri tilvistarkreppu sem flokkurinn er í ?

Óðinn Þórisson, 13.6.2010 kl. 22:53

6 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, þú skrifar um Samfylkinguna: "Hversvegna treystir flokkurinn sér ekki til að halda landsfund og taka á þeirri tilvistarkreppu sem flokkurinn er í?"

Því er til að svara af minni hálfu að ég hef ekki hugmynd um það yfir höfuð. Kannski finnst forustumönnum flokksins staðan ekki jafn slæm og þú sérð hana. En ég skal lofa þér því að frétti ég eitthvað djúsi frá Samfylkingunni, munt þú getað lesið það á blogginu mínu.

Að öðru:

Mér þætti vænt um að þú tjáðir þig um þessa færslu hér að ofan, sem varð kveikjan að þínu innliti.  Hvernig líst þér á þróun mála hjá Sjálfstæðisflokknum?

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að hún Gróa eigi engan GSM síma, held að hún þurfi engan GSM síma, kannski er hún bara vírus. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að lítil hætta sé á að Sjálfstæðisflokkurinn geti, ætli eða einfaldlega hafi til þess vilja að reyta arfann úr sínum garði og sá nýjum nytjaplöntum á þessum landsfundi. Þegar þeir fara eftir nokkra mánuði að iðrast þess að hafa látið tækifærið til tiltektar fara hjá garði, geta þeir huggað sig við það að það var alls ekki þeim sjálfum að kenna.

Því ef marka má blogg Sjálfstæðismanna undanfarna daga þá er landsfundurinn ónýtur með öllu því ribbalda flokkarnir Samfylking og VG geta ekki séð litla sæta stóra flokkinn í friði og ætla að halda flokksráðsfundi sömu helgina í þeim eina tilgangi, auðvitað, að skemma fyrir góðu gæjunum.

Af einhverjum ástæðum óttast þeir að þá hafi enginn áhuga á þeirra landsfundi. Gott ef það er ekki rétt hjá þeim og því væri nærtækast, þeirra vegna, að landsfundurinn snúist um það hvað valdi. En sennilegast er lítil hætta á því að það gerist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband