Lúðvík sýndi fáséðan pólitískan kjark

"Hin ætlaða lítilsvirðing felst í því að ráða Lúðvík Geirsson bæjarstjóra að nýju þrátt fyrir að hann hafi ekki náð sæti í bæjarstjórn í liðnum kosningum."

Það er alltaf líf og fjör í Hafnarfirði og svo sem ekkert athugavert við að bæjarbúar velti fyrir sér ráðningu Lúðvíks Geirssonar í starf bæjarstjóra til tveggja ára.

Ég vil benda mótmælendum þessarar ráðningar á að Lúðvík sýndi meiri pólitískan kjark, með því að taka sjötta sætið, en menn eiga að venjast í þessu landi. Hann hefði auðveldlega getað verið ofar á listanum hefði hann kosið svo og flogið inn í bæjarstjórnina sem kjörinn fulltrúi.

Hverju hefðu mótmælendur þá mótmælt í dag?


mbl.is Gult spjald á nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann sýndi kjark og tapaði en samt fór hann ekki sorry ég sem Hafnfirðingur kaus einmitt VG vegna þess að mér fannst kominn tími á Lúðvík. En einu sinni koma stjórnmálaflokkarnir aftan að kjósendum Þetta er argasti dónaskapur

Ágúst (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 17:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ágúst, þín skoðun á þessu máli er öllum öðrum skoðunum jafn rétthá, en sitt sýnist hverjum um þessa ráðningu.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 17:40

3 identicon

Hvers konar kjarkur er það ef þú dettur svo ekki útúr bæjarstjórn þegar þú kemst ekki þangað í kosningunum?

Björn Ívar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 18:17

4 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Ívar, Lúðvík er dottinn út úr bæjarstjórninni. Hana skipa 11 fulltrúar. Fimm frá Samfylkingu, fimm frá Sjálfstæðisflokknum og síðan einn fulltrúi frá VG. Nú verður Lúðvík framkvæmdastjóri meirihlutans næstu tvö árin. Algjörlega án atkvæðisréttar í bæjarstjórninni. 

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 18:27

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Var það ekki svo að hann setti sig sjálfan í þetta baráttusæti til að freysta þess að halda hreinum meirihluta - það tókst EKKI -

Hvaða flokkur undir forystu hvers var tapari kosninganna í Hafnarfirði  ?
Tapaði 2 bæjarfulltrúm OG til hvað flokks ?

Bíddu var það ekki sami maður sem treysti sér ekki til að taka afstöðu í álversstækkunaratkvæðagreiðslunni -

Þið SF - fólk eruð brandri OG varla hægt að taka ykkur alvarlega -

Óðinn Þórisson, 13.6.2010 kl. 18:50

6 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, þið Sjálfstæðismenn eruð brandari og aldrei er hægt að taka ykkur alvarlega. Tók ég afstöðu með ráðningu Lúðvíks í þessari færslu og þá nákvæmlega með hvaða orðum? Mín vegna hefðu Hafnfirðingar mátt ráða einhvern annan., en ég held að Lúðvík sé hinn þokkalegasti bæjarstjóri. Ég er sammála þér með aumingjaskapinn sem sýndur var í álversmálinu.

Svo er ég óflokksbundinn og hef alla tíð verið.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 19:15

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn þar sem þú svarar ekki mínum spuringum ætla ég að svara þeim fyrir þig:

Það var Samfylkingin sem var tapari kosninganna í HFN undir forystu Lúðvíks Geirssonar
Samfylkingin tapaði 2 bæjarfulltrúum til Sjálfstæðisflokksins -
Fólkið vildi breytingar - það voru skilaboð Hafnfirðinga -

Er það lýðræði þegar flokkur sem fær 1 bæjarfulltrúa ræður því hvor flokkur sem hvor um sig fær 5 bæjarfulltrúa verði í meirihluta og fær bæjarstjórastólinn í 2.ár ?

Óðinn Þórisson, 13.6.2010 kl. 19:54

8 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, nei það er ekki lýðræðislegt, ég er sammála þér um það. Ekki frekar en myndun bæjarstjórnarmeirihluta í Grindavík var lýðræðisleg. Þar töpuðu sjálfstæðismenn manni, en hlupu svo í fangið á Framsókn, sem vann einn mann. Nýtt afl náði tveimur fulltrúum, tveimur af sjö, en gengið var fram hjá þeirri staðreynd við myndun meirihlutans. Pólitíkin er sjúklingur, oft illa haldinn og lítt viðbjargandi.

Björn Birgisson, 13.6.2010 kl. 20:05

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þar rataðist þér satt orð í munn, lýðræðið er fótum troðið og engum treistandi.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 00:37

10 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, mundu orð Cromvells, treystið Guði og gætið þess að láta púðrið ekki vökna!

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband