19.6.2010 | 20:17
Flatey gleymdist og engin vísa var í kjörkassanum!
Þetta er nokkuð skondin frétt og óhjákvæmilega vaknar þessi spurning: Hvað búa margir í Flatey og hafa atkvæðisrétt? Eru nógu margir þar til að geta haft áhrif á úrslitin? Úrslit kosninganna í Reykhólahreppi urðu annars þessi:
Á kjörskrá í Reykhólahreppi voru 208 manns. Atkvæði greiddu 129 eða 62%.
Atkvæðafjöldi þeirra fimm sem hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd Reykhólahrepps er þessi:
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir - 82 atkvæði
Gústaf Jökull Ólafsson - 75 atkvæði
Eiríkur Kristjánsson - 64 atkvæði
Andrea Björnsdóttir - 58 atkvæði
Sveinn Ragnarsson - 55 atkvæði
Varamenn eru þessir og í þessari röð:
Björn Samúelsson
Eygló Kristjánsdóttir
Eggert Ólafsson
Vilberg Þráinsson
Áslaug Guttormsdóttir
Athyglisvert má telja, að ekki var neitt utankjörfundaratkvæði. Einn seðill var auður og enginn ógildur. Engin vísa kom upp úr kassanum að þessu sinni.
Kosningar í Reykhólahreppi ógildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að jafnvel atkvæðin sjö í Flatey, sem málið snýst um, hefðu öll fallið á þann sem næstur var því að komast inn í hreppsnefnd, þá hefði hann ekki komist inn.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 21:11
Dómurinn snýst ekki um það hvort þessi sjö atkvæði hefðu skipt máli í niðurstöðu kosninganna, heldur hvort rétt hafi verið að kosningunum staðið. Þetta kemur greinilega fram í úrskurðinum, en hann er hægt að sjá á vef Reykhólahrepps.
Jafn vel þó aðeins séu sjö atkvæði í Flatey er það engu að síður rúm 3% atkvæða í hreppnum. Það jafngildir því að um það bil 2800 manns í Reykjavík hefðu ekki fengið að kjósa og verið haldið utan allra upplýsinga um kosningarnar.
2800 atkvæði í Reykjavík hefðu sennilega litlu breytt um niðurstöðuna þar, en ímyndið ykkur hvernig viðbrögðin hefðu orðið ef þeim fjölda hfði verið meinað að kjósa!
Gunnar Heiðarsson, 19.6.2010 kl. 21:29
Nú verða þessi 7 atkvæði hreppnum dýr! Útsvarið verður örugglega hækkað!
Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 21:42
Sveitastjórnin hefði kanski átt að hugsa til þess áður en þeir klúðruðu kosningunni. Kosningalögum eins og öðrum lögum á að framfylgja.
Gunnar Heiðarsson, 20.6.2010 kl. 02:01
Gunnar kemst að kjarna málsins í innleggi #2. Umfram margt annað er það frumskilyrði að fólk geti treyst því að rétt og heiðarlega sé að kosningum staðið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 12:08
Rétt og heiðarlega sé að kosningum staðið? Það má endalaust velta því fyrir sér. Eru ekki flokkarnir sem fyrir eru allir á ríkisspenanum og þiggja þar stórar fúlgur fjár? Það vita allir að fjárhagslega er mjög erfitt að koma með ný framboð.
Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 19:15
Ég hélt að umræðan snérist um lögbundna framkvæmd kosninganna, en ekki léttúð frambjóðenda sem hverjum og einum er í sjálfsvald sett.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 19:27
Axel Jóhann, í þessu tilviki snýst málið um framkvæmdina, en þú veist alveg hvað ég átti við.
Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.