Rateloss drullumallið tekið að krauma og bulla

"Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, segir engan vafa varðandi komandi uppgjör lána í kjölfar dóma Hæstaréttar, sem dæmdi gengistryggð lán ólögmæt. Hann segir málið sáraeinfalt og allar tilraunir til að gera það flókið séu til þess að ganga á rétt lánþega."

Mikið tek ég undir með Guðmundi Andra. Allt sem hann segir er rétt og satt. Samt er ég viss um að þegar kurlin verða öll komin til grafar verður önnur staða uppi á teningunum en hann sér fyrir sér.

Við þekkjum öll Icesave drullumallið, þar sem almenningur vill ekki borga skuldir óreiðubanka. Nú er bara komið upp nýtt drullumall hér innanlands.

Rateloss drullumallið, þar sem óreiðubankar og lánastofnanir vilja ekki borga almenningi það sem honum hugsanlega ber, að hluta eða öllu.

Hafandi lesið flest það sem skrifað hefur verið um dóm Hæstaréttar og gluggað í lögin sem hann vitnar til, þá leyfi ég mér að efast um réttmæti dómsins, en hafandi ekki neina kunnáttu í klækjum lögfræðinga, treysti ég mér ekki til að fullyrða neitt í þeim efnum. Get bara efast.

Það þarf tvo í Tangó. Þúsundum saman skelltu Íslendingar sér á þessi lán, sem vissulega voru mjög hagstæð fram að hruni. Margir nutu því góðs af þeim þar til allt hrundi. Nú segir Hæstiréttur lánin ólögleg að hluta og eru þá ekki tveir lögbrjótar að baki hverjum samningi?

Mig grunar að fátt verði um endurgreiðslur til almennings og fyrirtækja í framhaldi af þessum dómi Hæstaréttar.

Hvað sem líður lögum og réttlæti.

Slagkraftur fjármagnseigenda í þessu landi er slíkur.

 


mbl.is Samningar skuli standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lánastofnanir bera ríkari ábyrgð á að þekkja lögin sem þær fá úthlutað sérstöku leyfi til að starfa eftir, en lántakendur.

Theódór Norðkvist, 19.6.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Allt í einu er allt sólklárt í sukklandinu ?????

Finnur Bárðarson, 19.6.2010 kl. 22:24

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála Theódór. Hvernig heldur þú að Rateloss endi?

Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 22:36

4 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur, þarftu endilega að tala eins og véfrétt við fákænan bloggarann?

Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 22:37

5 identicon

Kvað verður næst, kanski kvótinn.

aagnarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:39

6 Smámynd: Björn Birgisson

aagnarsson, kvótinn er orðinn svo hár múr að stjórnvöld ná ekki að klífa hann, hvað þá að breyta honum. Ert þú með tillögur?

Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 22:59

7 identicon

já,  já   frjálsarsmábátaveiðar

aagnarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 23:23

8 Smámynd: Björn Birgisson

aagnarsson, ég styð alveg frjálsar handfæraveiðar hringinn í kring um landið. Þau takmörk sem veðrið setur ættu að duga. Ég styð af heilum huga sjálfsbjargarviðleitni duglegra manna, til að sjá sjálfum sér farborða og síns fólks og skapa vinnu annarra í leiðinni. Sér LÍÚ þetta í þessu ljósi?

Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 23:34

9 identicon

Björn minn, okkur vantar marga svona   menn eins og þig inn á  alþingi.

aagnarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 23:42

10 Smámynd: Björn Birgisson

aagnarsson, ég er orðinn of gamall og hef aldrei tekið þátt í pólitísku starfi. Vertu svo ekkert að gera grín að gömlum bloggara! Finndu frekar leiftrandi ungmenni á framabraut sem vilja vinna þjóðinni sinni gagn. Þau munu fá mitt atkvæði.

Björn Birgisson, 19.6.2010 kl. 23:57

11 identicon

Nei Björn ,  ég   er ekkert að gera grín að þér. Mér  blöskrar reynsluleysi alþingismanna hvað sjósókn varðar.

Foringjar flokkana hafa td. mjög litla reynslu af avinnulifinu og flestir þingmenn hafa mjö litla reynslu.

Það vantar fólk með víðtæka reynslu.

aagnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband