24.6.2010 | 09:34
Stórhættulegt bull
"Samtök lánþega hafa sent frá sér viðvörun til innistæðueigenda þar sem þau hvetja þá til þess að taka innistæður sínar út úr fjármálafyrirtækjum og koma þeim í öruggt skjól."
Skil ekki hvað Morgunblaðið er að hampa þessu hættulega bulli. Sá sem samdi þessa viðvörun fyrir hönd Samtaka lánþega er greinilega uppfullur af hatri á bönkunum. Þessi furðulegu skrif hafa ekkert verið borin undir hina almennu lánþega í landinu. Þetta er hreinn og beinn hatursáróður sem einhver einn, kannski fáeinir, bera ábyrgð á.
Skuldara þessa lands varðar ekkert um hvað innistæðueigendur gera við aurana sína. Þeir hugsa bara um eigið skinn og vilja fella bankana í þeirri veiku von að þá hverfi skuldir þeirra.
Vandamálin hérlendis eru næg fyrir. Svona bulli á vandaður fjölmiðill að stinga undir stól.
Hvetja fólk til að taka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Óþolandi svona fámennur grátkór sem þykist tala í nafni fjöldans. Hver er eiginlega formaður þessara samtaka? Hvað eru margir skráðir í samtökin? Gat ekki séð það á heimasíðu þeirra. Þessir skuldarar heimta bara niðurfellingu á skuldum sínum, engar málamiðlanir. Þetta er að öllum líkindum þeir sem tóku mestu áhættuna, þeir gráðugustu. Nú heimta þeir meira en þeir eiga skilið. Þetta er óforskammað pakk.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:21
Ég veit ekki betur en það séum við skattgreiðendur sem eigum þessar innistæður. Bankarnir fóru á hausinn og innistæðurnar með, það var svo Ríkissjóður sem tók sig til og lagði aftur inn á bankabækurnar. Það er í raun ótrúleg skammsýni að setja ekki eitthvað þak á það því Ríkið bætti m.a. skaða aðila sem áttu hundruði milljóna inni á bankabókum.
Ólafur Gíslason, 24.6.2010 kl. 10:44
Hvar ætti slíkt þak að liggja?
Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 10:49
Ótrúlega skammsýnt? Ef þú ætlar að skamma fólk fyrir að spara og ræna af þeim sem leggja á bankabók geturðu gleymt því að fólk muni í frammtíðinni actually spara. Mér finnst ótrúlega skammsýnt af fólki að taka yfirdrátt, bílalán, 100% lán og myntkörfulán. Mér finnst jafnvel enn ótrúlegra að það komi fólki á óvart að það skuli hafa lent í vandræðum útfrá því... Og núna vill þetta fólk gera atlögu að bönkunum... Ég er alveg sammála Birni, þetta er stórhættulegt bull.
PS. Í sambandi við þak á bótum, þá væri frekar spurning hvaðan þeir fjármunir kæmu sem fólk á inni á bankabók fremur heldur en að ræna því af fólki. Fólk getur, þó ólíklegt sé, fengið t.d. arf upp á tugi milljóna, hafa sparað í fjölda ára, hafa unnið í lottói etc etc. Ef það er ekki bætt finnst mér það nú jafnast á við þjófnað.
Gunnar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:57
Orð í tíma töluð!
Það er ótrúlegt hvað skuldurunum er hampað af fjölmiðlum þessa lands.
Ásgeir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:14
Morgunblaðið er málssvari hvers þess sem þeir telja að gagni koma til að skapa úlfúð, sundrungu og stjórnleysi. Það ætti að senda ritstjóra blaðsins í þrefalda detox og fyrirbæna meðferð hjá Jónínu og Gunnari ehf.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 11:36
Gunnar, væri ekki nær að fólk myndi sækja þá sem rændu bankana innan frá til saka frekar en að ríkið ábyrgðist þetta allt saman ?
Afhverju í ósköpunum ganga menn eins og Björgúlfur Thor ennþá lausir þegar þeir hafa rænt öllu steini léttara ? Ríkisstjórnin gefur síðan ofaná allt aðal glæframanni landsins vilyrði fyrir því að fara í framkvæmdir vegna gagnavers og ríkisvæða allar skuldir hans svo hann geti haldið áfram að sukka án afleiðinga eða ábyrgðar. Ég er alveg til í að borga mínar skuldir en ég ætla ekki að borga skuldir annara og ég ætla heldur ekki að leyfa stjórnvöldum að gera skuldir annara að mínum skuldum fyrr mun ég dauður liggja.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:33
Björn,
Í stað þessara heimskulegu neyðarlaga hefðu landsmenn bara átt að fá sínar tæpu 21 þúsund evrur og þeir sem áttu meira en það máttu bara leita réttar síns eins og eðlilegt þykir í svona tilviki.
Banani (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:52
Hatur gegn bönkum er réttlátt hatur.
Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:03
Ég held að þetta gæti verið upphafið af mjög hættulegu ferli, og það fyrir alla landsmenn. Enginn banki þolir svona áhlaup, jafnvel ekki vel stæður banki.
Þótt bæði reiði og réttlætiskennd hafi orsakað marga góða hluti í sögunni, þá ber öllum að stíga varlega til jarðar.
Reiðin má ekki verða að svo stórum eldi að ekkert verði við ráðið.
Fjandinn eigi banka og stjórnmálafólkið sem kom okkur í þessa stöðu en fólk verður að gæta þess að skaða ekki sjálft sig í hita leiksins !
runar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:15
Ég er hissa á því að svona einhliða og vanhugsuð skrif birtist á þessari síðu:
1. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur hafi varann á sér gagnvart fjármálafyrirtækjunum og hati þau jafnvel. Þau, aðaleigendur þeirra og stjórnendur, hafa brotið öll lög í landinu og erlendis. Stolið öllu steini léttara að meðtöldum framtíðartekjum ófæddra Íslendinga. Stjórnvöld gerðu gífurleg mistök með því að endurreisa þau til fyrra lífs en þar vinna nú upp undir 5000 manns við rukka fyrir afleiðingar af glæpsamlegri starfsemi fyrirtækjanna.
2. Þeim sem áváðu að leggja fjármuni sína í fasteignakaupa eða bílakaup í stað þess að leggja inn bók kemur það víst hvernig málum varðandi innistæður á bók er háttað. Við hrunið urðu innistæður að því sem næst engu en með aðgerðum stjórnvalda var skattgreiðendum og öðrum kröfuhöfum gert að fjármagna þær. Þetta var stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar sem þarf að vinda ofan af áður en dómstólar úrskurða um ólögmæti hennar með tilheyrandi skaðabótakröfum þar íslenska ríkið verður skaðabótaskylt.
3. Það er ekki bull að fólk vilji bera hönd fyrir höfuð sér þegar stjórnvöld og dæmd glæpafyrirtæki leggja drög að því að hundsa niðurstöðu Hæstaréttar.
4. Það gengur ekki að endurreisa þjóðfélög á mismunum og ójafnræði í nútímasamfélagi. Allir voru í sömu stöðu eftir Hrunið en stjórnvöld færðu sumum betri spil en öðrum með stjórnvaldsaðgerð sem stenst ekki lög.
TH (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:16
Þótt það sé réttlát reiði í þjóðfélaginu verður samt að hugsa öll mál til enda. Er það endilega þjóðfélaginu til bóta að bankarnir verði tæmdir? Tek undir með Birni að næg eru vandamálin og ekki er á bætandi. Hitt er annað mál að það þyrfti nauðsynlega að fá nýja bankastofnun á Íslandi, t.d. Færeyjarbanka ef hrunabankarnir sýni almenningi ekki skilning og sanngirni.
Guðmundur St Ragnarsson, 24.6.2010 kl. 16:42
Ásgeir: Ég skal vera sammála þér að það þarf að sækja þá til saka sem komu landinu í það far sem það er í núna. Mér finnst sorglegt að horfa upp á ríkisstjórnina leyfa Björgólfi Thor að koma að einhverri framkvæmd á Íslandi enda ætti maðurinn í besta falli að vera gerður útlægur á Íslandi og tekið af honum passann hans.
Þetta breytir því samt ekki að ég tel að þeir sem tóku lán sem þeir gátu aldrei borgað og/eða tóku lán sem fólu í sér áhættu geti ekki kvartað mikið. Bankarnir auðvitað bera ábyrgð með því fólki, því fólki var ráðlagt þetta og áhættan töluð niður. Það þýðir samt ekki að þeir sem tóku lánin, fengu peningana og eyddu þeim þurfi ekki að taka eitthvað á sig og í það minnsta að borga lán + vexti á við það sem þeir sem tóku enga/litla áhættu í íslenskum lánum þurfa að borga af sínum lánum.
TH: 1. Það er fullkomlega eðlilegt kannski, ég er sjálfur hundfúll hvernig hlutirnir fóru. Þetta þýðir ekki að ég vilji láta bankana falla, enda mun það kosta Íslendinga mun meira heldur en að halda þeim gangandi.
2. Íslendingar munu að mestu bara fá lán frá Íslandi næstu ár, það er nokkuð víst. Því spyr ég, ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett, hvernig nákvæmlega myndirðu ætlast til að t.d. nýjar fjölskyldur geti tekið lán fyrir sinni fyrstu íbúð þegar enginn þorir að setja pening inn á banka(amk. ekki meira en 21k evrur)? Auk þess skulum við nú hafa það í huga að það sem var inn á bankabók hafði fólk unnið sér inn, ef við einföldum þetta dálítið þá var lánþeginn að eyða pening þess sem átti inn á bók, ef sparisjóðseigendum hefði ekki verið borgað aftur. Það er auðvitað mjög sanngjarnt samt?
3. Hundsa? Hvernig er hægt að ætlast til að lánin hverfi bara þegar vextakjör voru hugsanlega ólögleg? Þeir sem tóku lán fengu pening, sem í það minnsta þeir verða að borga til baka. Ég persónulega vill helst að þetta sé öllu breytt í íslensk lán, maður sem fékk segjum 10.000 evrur á 100kr evru gengi(1milljón ISK) fái það lán skráð á sig í ISK og síðan margfaldað miðað við hvernig gengi íslenskra lána hefur hækkað. Þetta er að mínu mati sanngjarnast því þá fá þeir sem tóku þessa gengisáhættu hana felda niður og allir eru komnir undir sama hatt. Sá sem tók lán sem hann hefði aldrei getað borgað í ISK eða erlendum gjaldmiðli er ennþá fucked, en sá sem tók lán en lenti í hruninu fær þá svipaða hækkun á hans láni rétt eins og aðrir landsmenn. Síðan er hægt að spá í hvort það sé hægt að leiðrétta sum/öll þessi lán að einhverju leyti, svo fólk geti lifað ásamt því að borga af þeim.
4. Ég hef mikinn áhuga á að heyra hver fékk betri spil. Helsta sem mér finnst hafa farið illa er þegar fyrirtæki hafa fengið afskrifir hægri vinstri á sínum lánum, þó við tölum nú ekki um forstjórar bankanna og þannig lýður á meðan almenningi blæðir. Það skal ég viðurkenna að er ekki gott vegarnesti í framtíðina. Annars finnst mér lánþegar heldur kjarkir að taka áhættu, fá slæm spil en búast við að koma nánast stick-free út úr því á meðan þeir sem tóku enga/litla áhættu og koma illa út úr því samt sem áður.
Gunnar (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 16:55
Þakka fyrir öll innlitin.
Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 19:10
Skv. lögum liggur þakið um 21 þús EUR. Ef að það hefði verið farið eftir þeim lögum við fall bankana myndi hver einasti skattgreiðandi á Íslandi skulda tæplega milljón minna en hann gerir í dag. Og það er vaxtaberandi skuld til X margra ára á vöxtum sem að erlent afl á eftir að ákveða fyrir íslensku þjóðina.
Kristinn (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 22:25
............... og margir myndu tapa miklu! Arfinum sínum, eftir strit forfeðra til dæmis. Söluhagnaði af seldum bújörðum og svo videre og videre. Hvar endar réttlætið og hvar tekur ranglætið tekur við? Ríkisstjórnin ákvað að svara ekki þeirri spurningu. Hún ákvað að tryggja allar innistæður bæði ríkra og minna ríkra. Það var vel.
Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 23:41
Björn það fólk hefði einfaldlega þurft að gera kröfu í þrotabú bankanna og það yrði gert upp eftir kúnstarinnar reglum.
Þegar í ljós kæmi að ekkert var þangað að sækja þá hefði verið hægt að sækja stjórnendur og eigendur bankana til saka þar sem þeir hafa í raun á glæpsamlegann hátt tæmt bankanna að innan frá.
---
Staðan í dag er þannig að ríkið tók yfir þetta allt, og ætlar að standa við þetta allt og þá lendir þetta allt á skattborgurum. Auk þess þá er engan hægt að sækja til ábyrgðar, eigendur og stjórnendur bankana fá sínar skuldir feldar niður og núna síðast fékk Björgúlfur vilyrði fyrir framkvæmdum vegna gagnavers ? Maðurinn sem ber hvað mesta ábyrgð á hruninu hérlendis.
Maður hlítur að spyrja sig fyrir hverja þessi ríkisstjórn er að vinna ?
---
Hvar er annars réttlætið í því að ég þurfi að borga og tryggja innistæður annara ?
---
Hefði íslenska ríkið byrjað á því að tæma innistæðusjóð tryggingareigenda þegar Glitnir fór á hausinn og sett síðan neyðarlög eftirá þar sem þeir segðust ætla að tryggja öllum íslenskum ríkisborgurum innistæður sínar uppað 21.000 evrum þá væri Icesave málið heldur ekki vandamál. Innistæðusjóðurinn hefði bara verið orðinn tómur og ríkið væri að tryggja restina fyrir íslendinga.
Málið hjá Bretum snýst um að þeir segja að neyðarlögin gildi um allar innistæður bankanna og að stjórnvöldum beri því að greiða restina til Breta og Hollendinga. Sem er í sjálfu sér rugl þarsem hvergi er kveðið á um ríkisábyrgð á innistæðusjóðnum og hann er bara orðinn tómur. En klúðrið er að ákveðið var að tryggja allt og síðan var gengið á innistæðusjóð þannig að í raun eiga bretar rétt á að fá Greitt það hlutfall sem fólk þar átti á móti íslendingum úr innistæðusjóði sem er eitthvað um 20-30 milljarðar en hefði sjóðurinn hinsvegar verið tæmdur í glitni þá væri sjóðurinn bara orðinn tómur og ekkert við því að segja.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.