"Minn er bara með 3%"

Mér skilst að enn séu einhverjir að taka bílalán og að kjörin á þeim séu nokkurn veginn svona: ef þú tekur verðtryggt lán eru vextirnir um 8,5% að viðbættum verðbótum, en ef þú velur að taka óverðtryggt lán þarftu að borga um 14% vexti.

Þeir sem tóku myntkörfulánin stórgóðu (fram að hruni) skrifuðu glaðbeittir undir skuldabréfin sín og skunduðu svo í næsta bílaumboð að ganga frá kaupunum á jeppanum sem var ennþá flottari en jeppi nágrannans. Tóku kannski fellihýsi í leiðinni og fjórhjól í útileguna.

Fjórir meginþættir voru í þeim skuldabréfum, eins og reyndar öllum skuldabréfum.

1. Lánsfjárhæðin sjálf.

2. Lánstíminn.

3. Vaxtatalan, gjarnan 2% til 4%.

4. Verðtrygging - gengisviðmiðun.

Undir bréfin rituðu fulltrúar lánveitandans og verðandi jeppaeigandi og allir undu glaðir við sitt. Jeppaeigandinn var bara ánægður með að hafa samþykkt verðtrygginguna af því krónan var svo sterk og bankarnir og stjórnvöld kepptust við að sannfæra fólk um að allt væri í stakasta lagi og rúmlega það.

Svo hrundi allt og krónan varð svo smá að um tíma leit út fyrir að hún væri að hverfa. Brosið hvarf af okkar manni, sem lagðist í þunglyndi og varð bumbult í hvert sinn sem hann leit á jeppann.

Svo kom hinn umdeildi dómur Hæstaréttar og aftur fór að votta fyrir brosi á jeppaeigandanum.

Hann taldi nefnilega að nú væri lánið hans bara með 3% vöxtum. Eftir þrautagöngu síðustu tveggja ára, með gríðarlegum útgjöldum, var hann skyndilega kominn með hagstæðasta lán á Íslandi og jafnvel von um ríflegar endurgreiðslur sem dygðu kannski fyrir flottara fjórhjóli.

Nú harðneitar hann öllu hjali um að einhvern veginn þurfi að verðtryggja lánið, þótt hann hafi brosandi skrifað undir verðtrygginguna við kaupin á jeppanum góða.

Það var einfaldlega allt öðruvísi verðtrygging og hún er víst á leið í tugthúsið.

Þeir sem voru svo vitlausir að taka þessi íslensku lán geta bara átt þessa verðtryggingu!

"Minn er bara með 3%"

Svona er Ísland í dag. 


mbl.is Vill rannsókn á gengislánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú gleymir því Björn að kannski var jeppakaupandinn bara venjulegur Jón sem vann á lyftara í 14 klst. á dag.

Og svo fór hann til að kaupa jeppann og þar tók á móti honum fagmaður sem leiddi hann í gegnum allt ferlið og sannfærðai manninn um að þetta væri það lang - lang hagstæðasta sem í boði væri.

Þegar Jón fær slæma tannpínu þá fer hann ekki til ömmu sinnar og biður hana um gott húsráð við tannpínu. Hann fer til tannlæknis sem er fagmaður í öllu því sem í ljós kemur þegar Jónar samfélagsins opna kjaftinn án þess að taka til máls. Tannlæknirinn segir Jóni hvað sé ráðlegast að gera í málinu og Jón fær leyfi til að opna munninn á ný og segja já.

Eftir rándýra viðgerð kemur í ljós að tannlæknirinn hafði gert við ranga tönn og dregið úr Jóni tvær heilar tennur að auki.

Er Jón ekki áreiðanlega hálfviti að hafa trúað tannlækninum?

Við skulum bara ekki vera að flækja þetta mál neitt Björn minn. Staðreyndin að baki þessarar hringavitleysu allrar snýst um óheiðarleika í fjármálastofnunum og ámælisverð stjórnsýsluglöp íslenskra stjórnvalda.

Kannski erum við að tala um einsdæmi í öllum heiminum þegar látið er viðgangast að nýsett lög um fjármál séu brotin nærfellt þegar í stað og ekki vísað til dóms fyrr en að liðnum 9 árum og eftir að brotin hafa stefnt þúsundum fólks í ógæfu! 

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Björn Birgisson

Árni minn, takk fyrir þetta ágæta innlegg. Góður að vanda. Get næstum tekið undir hvert orða þinna. Gleymum þó ekki einu. Fólkið sem tók myntkörfulánin var ekki samansafn heilafúinna sauða sem lét lánastofnanir blekkja sig. Obbinn af þessu liði er ágætlega upplýstur almenningur. Hann hélt sig vera að græða á þessu og valdi því þessa leið.

Sá sem fer í búðina að velja sér eitthvað gott á grillið, lætur engan segja sér hvað honum eigi að lítast best á! Hann velur sjálfur!

PS. Hér er nú logn og hitinn á pallinum hjá mér er 22 gráður! 

Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 19:29

3 identicon

Verðtrygging lifir

Bara ef fólk skrifar undir svoleiðis

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:12

4 identicon

Fólkið sem tók myntkörfulánin var ekki samansafn heilafúinna sauða sem lét lánastofnanir blekkja sig. Obbinn af þessu liði er ágætlega upplýstur almenningur. Hann hélt sig vera að græða á þessu og valdi því þessa leið.

Hinn ágætlega upplýsti almenningur sem taldi sig vera að taka hagstæðari lán en þau verðtryggðu hefði þurft töluvert mikið af innherjaupplýsingum til að vita hvernig bankarnir voru að vinna gegn almenningi. Þá er verðtryggingin í sinni núverandi mynd eitthvert mesta eitur sem hefur verið boðið upp á á Íslandi síðustu þúsund ár! Auðvaldið og fjármagnseigendur hafa ekki snefils þörf fyrir jafnvægisástand í íslensku hagkerfi því að verðtryggingin skilar þeim alltaf sínu, alveg sama hversu mikla áhættu þeir taka með útlánum sínum.

Og auðvitað tók sæmilega þenkjandi ungt fólk þessi lán til að kaupa sér íbúð frekar en þau verðtryggðu. Þau voru matreidd ofan í þau af landsliði bankamanna, pólitíkusa og komu með fálkaorðu frá Bessastöðum. Ísland var bestast í heimi!

Kristinn (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:56

5 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn, takk fyrir þetta! Þetta var snaggaralegt innlegg!

Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ég bað um Íslenskt lán þegar ég óskaði eftir láni hjá Avant - svarið sem ég fékk - nei það er ekki hægt við lánum bara myntkörfur.

Steinar Immanúel Sörensson, 25.6.2010 kl. 00:44

7 Smámynd: Björn Birgisson

Steinar Immanúel, , hvað gerðir þú? Stóðstu á þínu eða léstu bankann þinn ráða ferðinni? Ertu kannski enn á gamla bílnum?

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 01:30

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vel upplýstur almenningur Björn! Hvaða fólk ertu að tala um? Alla vega ekki neinn íslending. Alla vega getur svona efnahagslegt þursalíf bara viðgengist á svona sértrúareyju, Hvað er búið að borga mikið af peningum í kostnað til að svona mál geti ekki skeð? Mín trú er að glæpurinn var orðin svo algengur að þetta var orðið jafnsjálfsagt mál og brennivínssmygl á togara. Eins og allir vita þá er það ekki glæpur, nema að það komist upp, sem er mjög sjaldan....

Óskar Arnórsson, 25.6.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband