Ný öfl til hægri og vinstri

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nýr vinstriflokkur í burðarliðnum."

Það er nú þegar byrjað að halda baráttufundi og skapa stemningu. Svo fer allt á fullt í haust segir í fréttinni.

Nýr vinstri flokkur?

Er það ekki bara í góðu lagi. Er ekki alltaf verið að tala um að brjóta fjórflokkinn upp? Ef stofnaður verður lítill og sætur kommaflokkur, hvað er þá því til fyrirstöðu að VG og Samfylkingin sameinist í einn stóran Jafnaðarmannaflokk?

Svo gæti verið klofningur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum eftir aukalandsfundinn nú um helgina segja ESB sinnar í flokknum, Sveinn Andri Sveinsson og fleiri.

Nýr hægri flokkur?

Er það ekki bara í góðu lagi. Er ekki alltaf verið að tala um að brjóta fjórflokkinn upp?

Svo koma kristileg stjórnmálasamtök með flokk.

Svo kemur Besti flokkurinn.

Svo koma allir hinir ..............

Hann verður stór um sig kjörseðillinn í næstu kosningum.


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Góður í síðasta pistli, þarf þjóðin birgir

Aðalsteinn Agnarsson, 25.6.2010 kl. 10:44

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

VG er ekkert annað en hækja Samfylkinarinnar OG það geta ekki allir vg-liðar verið ánægðir með það -

Óðinn Þórisson, 25.6.2010 kl. 11:21

3 Smámynd: Björn Birgisson

Óðinn, þær eru margar hækjurnar í pólitíkinni og finnast víða.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband