Það er mannlegt að skjátlast

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að enn sé mikil óvissa um áhrif dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Segir hún efnahagsleg áhrif vegna dómsins enn óljós. Segir hún það ótrúlegt að hægt hafi verið að veita ólögleg lán í níu ár, án þess að eftirlitsstofnanir gerðu athugasemdir við það. - Þetta kom fram á dv.is fyrr í dag.

„Við lifum á áhugaverðum tímum" sagði Gylfi Magnússon á Alþingi. Því er ég ósammála. Við lifum hins vegar á varhugaverðum tímum. Það kann að vera áhugavert líka, en við römbum á bjargbrúninni, hafsins megin eru klettar og hyldýpið, hins vegar grasi gróin bjargbrúnin með sauðkindur á beit.

Er 100% vissa fyrir því að þessi lánastarfsemi hafi verið ólögleg í níu ár? Er 100% vissa fyrir því að dómur Hæstaréttar sé réttur? Hefur dómskerfið okkar verið að sýna okkur að það sé óskeikult á undanförnum árum? Eru dómarar ekki bara mannlegir og geta gert sín mistök. Ég hef á undanförnum dögum séð ágæt rök flutt fyrir því að þessi dómur sé bara enn ein þvælan.

Errare humanum est. Það er mannlegt að skjátlast.

Ágætur brandarakarl sagði við mig í gær að Hæstiréttur hefði alveg eins getað kastað upp tíkalli í þessu máli. Honum fannst rökstuðningur með dómnum ekki merkilegri en það. Hafði meiri trú á tíkallinum.

Alveg er ég viss um að Hæstiréttur hefur kveðið upp einn og einn rangan dóm í gegn um tíðina, en sé svo í þessu tilviki verða þau mistök þjóðinni dýrkeypt að lokum. Það væri nöturleg kaldhæðni ef Hæstiréttur Íslands stuðlaði að öðru hruni bankanna hér. Mér finnst eins og þjóðarskútan sé að sökkva, bjarghringjalaus og án nokkurra björgunarbáta um borð.

Sekkur, sekkur ekki, sekkur, sekkur ekki ................

Ég ætla að kasta upp tíkalli til að fá fullvissu um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hef engar áhyggjur. Innan tveggja ára neyðumst við til að lýsa yfir gjaldþroti landsins og ESB tekur yfir alla stjórn landsins. Massívar afskriftir fara fram til að endurreisa efnahag landsins, reisa við almenning og fyrirtæki. Skuldir verða færðar aftur til 1. jan. 2008. En ég hef líka ansi fjörugt og oft á tíðum stjórnlaust ímyndunarafl. :-)

Og nú tekur við að draga golfkerru frúarinnar á Artic Open í kvöld og fram á rauðamorgun. Mikið verður það gaman í holli með hjónum frá Arisona. Lífið getur verið dásamlegt.

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.6.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Arinbjörn, Það er eitt rangt hjá þér, ESB tekur ekki við stjórnum ríkja. Það er ekki þeirra hlutverk. Hinsvegar gera S.Þ slíkt og gætu jafnvel gert það í samvinnu við ESB ef til þess kæmi.

Annars verða margir íslendingar búnir að forða sér frá Íslandi áður en árið 2012 kemur.

Jón Frímann Jónsson, 24.6.2010 kl. 20:43

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir það Jón Frímann. Má einu gilda en við lifum á fordæmislausum tímum. Hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér með fólksflutningin.

Golfkveðjur og nú er ég farin upp á völl. :-)

Arinbjörn Kúld, 24.6.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Frímann, þú hefur rétt fyrir þér, þessi vonlausa og handónýta ríkisstjórn mun ekki gera neitt til þess að þjappa fólkinu saman til þess að vinna okkur út úr erfiðleikatímanum. Þeirra draumur er Austur Evrópusambandið.

Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2010 kl. 20:57

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurður, Það er fólkinu að kenna hvernig fer hérna á landi. Ríkisstjórnin ein getur ekki borið ábyrgð á því sem gerst hefur. Hinsvegar bera margir meiri ábyrgð en aðrir, eins og eðlilegt er.

Það er ennfremur ljóst að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir mikin fólksflótta frá Íslandi er aðild að ESB (og gera efnahaginn stöðugan osfrv). Hinsvegar ef íslendingar hafna aðild að ESB, þá hætti ég að vorkenna þeim og gerist dani bara í staðinn.

Jón Frímann Jónsson, 24.6.2010 kl. 21:03

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Strákar mínir, það er nógur fiskur við bæjardyrnar hans Björns.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.6.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Steingr. og Jóhanna munu ekkert fyrir ykkur gera ef þið hangið altaf bak við tölvuna.

Komið on austurvöll.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.6.2010 kl. 21:16

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jón Frímann er svoooo fyndinn.

Sigurður Sigurðsson, 24.6.2010 kl. 22:15

9 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin félagar. Ríkisstjórnin er ekki vandamálið. Við erum vandamálið. Hin íslenska þjóð, sem aldrei kann sér hóf í nokkru. Ef Ísland væri alvöru fyrirtæki, væri fyrir löngu búið að reka flesta þegnana úr landi, sem margir eru latir, lygnir og eingöngu hollir eigin pyngju og hafa enga yfirsýn yfir samfélagslega þætti þjóðarinnar. Ég, ég, ég, og mitt .................. er mottó þjóðarinnar í hnotskurn.

Aldrei mundi ég vilja vinna fyrir þetta pakk! 

Björn Birgisson, 24.6.2010 kl. 23:23

10 identicon

Errare humanum est - skammstafað  e.h.e. -  Die Ehe á þýsku er hjónaband

Þetta lærði ég í MA

)Bara smá innskot sem kemur málinu kannski ekki við.)

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 00:23

11 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, allt kemur málinu við. Málið er: Ísland, fósturjörðin okkar. Það er eina málið sem skiptir máli í þessu samhengi.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 01:26

12 Smámynd: Birnuson

Alltaf þetta tal um fólksflótta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði íbúum á landinu um 4.835 á árinu 2009, eða sem samsvarar 13 mönnum á dag að meðaltali. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam fækkunin hins vegar aðeins 430 íbúum, eða sem samsvarar 4 mönnum á dag. Hvernig má skýra þetta?

Birnuson, 28.6.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband