25.6.2010 | 11:54
Sameining jafnaðarmanna í einum flokki framundan?
Það væru mikil og góð gleðitíðindi ef róttækasti armur Vinstri grænna stofnaði hér lítinn og sætan alvöru kommaflokk. Svona 5 - 10% flokk neikvæðra nöldrara sem sæju um að halda skemmtanagildi þingsetunnar niðri með neikvæðni og nöldri úr ræðustól Alþingis. Svona í anda þess sem VG var í stjórnarandstöðunni.
Það gleðilega við það yrði ekki endilega kommaflokkurinn sjálfur, heldur hitt að þegar ítrasta vinstrið hverfur úr Vinstri grænum, verður nákvæmlega ekki neitt því til fyrirstöðu að sameina Vinstri græna og Samfylkinguna í einn stóran alvöru Jafnaðarmannaflokk.
Það yrðu mikil gleðitíðindi fyrir þessa þjóð og ljómandi gott framlag í þá veru að brjóta upp fjórflokkinn svonefnda sem margir kjósendur vilja að gerist.
É sé fyrir mér risa fyrirsagnir úr stjórnmálunum í þessa veru:
Jafnaðarmenn á Íslandi sameinast í einum stórum flokki
Hvernig litist fólki á slíka atburðarás?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þyrfti þá þyrfti að hreinsa vel út alla hægrijálkana úr SF og byrja á Árna Páli.
Hef aldrei skilið af hverju sá maður er ekki í flokknum bláa.
hilmar jónsson, 25.6.2010 kl. 12:05
AF hverju eru þeir ekki búnir að gefa Þjóðini frjálsar Smábátaveiðar, því var eilega lofað
í Alþingiskosningum. Það er glæpur að horfa upp á 17.000 manneskjur atvinnulausar,
og gera ekki neitt.
Björn, ég spyr.
ERU ALÞINGISMENN GLÆPAMENN.
Aðalsteinn Agnarsson, 25.6.2010 kl. 12:39
Aðalsteinn, þú veist að ég styð frjálsa veiði smábátanna til að skapa atvinnu og tekjur um allt land. Ég gef þetta hér með frjálst!
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 13:03
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alltaf á trú þinni á SF, Björn. Ekki síst þar sem þú birtist mér í skrifum þínum sem harður vinstri maður og hliðhollur sósíallískri hugsjón.
SF er fokkur sem sífellt er að tegja sig lengra til hægri og hvað hugmyndarfræði varðar þá er afskaplega erfitt að henda reiður á eitt eða neitt þar.
hilmar jónsson, 25.6.2010 kl. 13:13
Þú ert flottur Björn. Við værum fljótir að koma þessu á værum við á þingi.
Aðalsteinn Agnarsson, 25.6.2010 kl. 13:17
Hilmar minn, ég skil vel að þú eigir erfitt með að átta þig á mér, ég geri það alls ekki sjálfur og get því ekki ætlast til þess af öðrum.
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 13:21
Ég myndi fagna því að allt þetta sull á vinstri vængnum myndi sameinast í einum stjórnmálaflokki -
Óðinn Þórisson, 25.6.2010 kl. 14:16
Óðinn, þá yrði allt sullið öðru megin og síðan allt drullumallið hinu megin.
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.