Verður Hanna Birna næst?

Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfusi, ákvað sjálfur að ganga úr Sjálfstæðisflokknum, en það skrýtna við þá ákvörðun var að hann vissi ekkert um hana. Frétti bara af henni símleiðis, svona eins og fyrir hendingu. 

Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, fór í sérframboð og vantaði mikið á að hann kæmist inn á þing fyrir eigin lista. Í kosningunum var hann auðvitað í hörðum slag við Sjálfstæðisflokkinn um atkvæðin.

Var Kristján Pálsson rekinn úr Sjálfstæðisflokknum?

Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður fór, að mig minnir, tvisvar í sérframboð og komst að í annað skiptið. Örugglega með fjölmörgum atkvæðum Sjálfstæðismanna.

Var Eggert Haukdal rekinn úr Sjálfstæðisflokknum?

Hanna Birna er komin í visst samstarf við Jón Gnarr og Dag, í mikilli vanþökk Sjálfstæðisflokks forustunnar.

Verður Hönnu Birnu vikið úr Sjálfstæðisflokknum?


mbl.is Enginn rekinn úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í ljósi þess sem á undan er gengið halda aumlegar útskýringar Jónmundar á brottvikningunni ekki vatni. Þar fyrir utan veldur það mér litlu hugarangri að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hafið snúið sér að eigin niðurskurði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 15:01

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, sem sannur mannvinur átt þú að finna til með öllum sem eiga bágt. Þetta veistu. Hugur minn dvelur nú hjá ólafi Áka.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 15:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já satt er það Björn. Dagurinn er sennilega ónýtur hjá Ólafi Áka.  Flokkslumman, sem hefst núna kl. 4, hefur einkunnarorðin -Frelsi - Ábyrgð - Umhyggja- . Hvernig menn tengja þessi hugtök við þessa flokksómynd er mér hulin ráðgáta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband