25.6.2010 | 19:55
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lýsa eftir kjarki og hugrekki
"Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, gagnrýnir landsfund Sjálfstæðisflokksins harðlega og segir lítið rúm fyrir gagnrýnar umræður. Illa sé staðið að skipulagi fundarins."
Þessi landsfundur er í raun algjört djók. Venjan er sú að sjálfstæðismenn komi saman, skapi stefnu en á þessum fundi á að lesa upp fyrir menn hver stefnan er og í raun eina leiðin fyrir menn að koma sér á framfæri er ef þeir eru svo óforskammaðir að bjóða sig fram á móti forystunni og þá fá þeir að tala klukkan 9:15 að morgni," segir Þórlindur.
Þórlindur segir af sem áður var þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins var opinn vettvangur fyrir umræðu.
Flokkurinn hefur alltaf haft þá sérstöðu að það er tekist almennilega á um mál, bæði í litlum hópi og fyrir stórum hluta landsfundargesta. En að þessu sinni hefur verið ákveðið að sleppa því öllu saman. Væntanlega þykir mönnum það eitthvað óþægilegt fyrir forystuna að einhverjir aðrir en hún hafi skoðanir á stefnu flokksins og að þessu sinni virðist menn hafa ætlað að sleppa við það."
Þórlindur segir vanta skýra stefnumörkun hjá flokknum: maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn færi út í það að skilgreina stefnu sína almennilega, ekki eins og staðan sé mjög góð hjá flokknum eða þjóðfélaginu, en í staðinn er haldinn fundur sem ég vil meina að sé algjört djók." segir visir.is
Skelfing er leiðinlegt að lesa þetta frá innanbúðarmanni í flokki sem hefur heila 16 þingmenn.
Ég sem hélt að nú ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að skipta um andlit og fara að taka sig á gagnvart íbúum þessa lands. Að vinna fyrir fólkið en ekki gegn því, eins og gert hefur verið.
Að vinna fremur fyrir fólk en fjármagn.
Svo virðist ekki vera.
PS. Hræðslan við klofning vegna ESB málanna er blátt áfram sprenghlægileg. Eitthvert útþynnt blaður um þau mál, eiginlega í anda Framsóknar, sem aldrei veit hvort hún er að koma eða fara.
Kjarkur og þor.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lýsa eftir þeim hugtökum. Ekki býr hann yfir þeim.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýtt Ísland, þarf nýjan flokk, nýtt fólk.
Aðalsteinn Agnarsson, 25.6.2010 kl. 20:34
Við eigum að halda flokkunum en skipta okkur Íslendingum út í heild sinni. Flytja inn hottentotta eða einhverja sem verða eins og við 80 ár að átta sig á því að flokkarnir eru að taka þá í rassgatið án sleipiefnis.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 20:59
Maður er búinn að vera ótrúlega bláeygður
Aðalsteinn Agnarsson, 25.6.2010 kl. 21:04
"Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig" Hver söng þennan texta?
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 21:15
Axel Jóhann, hottintottar og halanegrar eru síst verri menn en við, í mörgum tilvikum miklu betri. Ekki er ég aumur á vissum stað, þótt ég viti af vandkvæðum annarra á þeim slóðum.
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 21:20
"Takið þér kúaskán sem staðið hefur í sólinni í viku, setjið á disk og vökvið og setjið í dimman skáp, takið út eftir viku, þá herrar mínir, hafið þér Rósina frá Jeríkó" Svona sagði góði dátinn Svejk, og svona er XD. Þessi landsfundur ber öll merki þess að þetta lið hefur ekki vaknað upp eftir atburði síðustu ára, og flokkurinn verður álíka langlífur og Rósin frá Jeríkó. Amen.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 21:29
"Takið þér kúaskán sem staðið hefur í sólinni í viku .................
Heyr minn himnasmiður, takk fyrir þetta. Ertu að segja mér og lesendum mínum að þessi landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé langt um ómerkilegri en hver önnur kúadella, með fullri virðingu fyrir öllum kúadellum, en þeim mun minni virðingu fyrir ........................
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 23:02
Landið er fagurt og frítt en fólkið er helvíti skítt sagði einhver, sem ég man ekki hver var. Annars, gaman að kíkja við hjá þér kæri Vestfirðingur og hafðu það alltaf sem best góði Íslendingur.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 23:28
....... hafðu það alltaf sem best góði Íslendingur.
Ég þakka af allri þeirri auðmýkt sem mér er í brjóst borin.
Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.