Ísland eitt kjördæmi

Bjarna Benediktssyni finnst vel koma til greina að skipta stóru kjördæmunum upp, fækka þingmönnum í hverju kjördæmi og auka áhrif kjósenda við val á einstökum frambjóðendum. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á landsfundinum í dag.

Þarna er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, einkum að vísa til stóru landsbyggðarkjördæmanna. Margir eru þó þeirrar skoðunar að þau séu ekki nógu stór, einfaldlega vegna þess að fyllilega tímabært sé að gera allt Ísland að einu kjördæmi.

Það finnst mér mjög athyglisverð hugmynd.

 


mbl.is Segir koma til greina að skipta kjördæmum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að Bjarni sé að hugsa um einmenningskjördæmi,  hann skortir aðeins kjark að nefna það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svona, svona!

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 19:36

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég er að velta fyrir mér, hefur það einhvern tímann gert að þingmaður höfuðborgarsvæðisins geri eitthvað sem gagnast landsbyggðinni sem hefur eingin áhrif á Austurvelli og nágreni?

Ég man ekki eftir að það hafi gerst síða helmingur landsmanna hóf búsetu á einu túni

Það sem ætti að sameina er hiklaust sveitafélöginn á SV blettinum

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Landsbyggðin virðist lifa, höfuðborgin virðist vera að deyja. Kreppan er nánast öll í höfuðborginni.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 23:09

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég krefst þess að bændur í Húnavatns-og Skagafjarðarsýslum fái að taka morgunpissuna utan dyra án þess að eiga von á því að sýslumaðurinn á Akranesi kæri þá fyrir lögbrot.

Ekkert styrkir hinar dreifðu byggðir betur en heiftarlegur hrepparígur að gömlum og góðum sið.

Moðsuða sameiningar hefur dregið allan þrótt úr fólki og skapað pólitíska geldstöðu á flestum sviðum dreifbýlisins.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 23:11

6 Smámynd: Björn Birgisson

Árni minn, hér með er öllum gert frjálst að míga hvar sem er. Þó ekki í skrúðgarðinun að Norðurvör 10 í Grindavík.

Gert í Grindavík 25.06.2010

Björn Birgisson

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 00:38

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Kæri Björn

Þú hefur greinilega ekki kynnt þér áhrif þess þegar kördæmin voru sameinuð, því þá mynduðu ekki láta svona frá þér.

"Hrepparígurinn" varð heftarlegri við sameininguna og er að miklu leiti bundinn landsvæða á milli. Þegarkjördæmin voru sameinuð urðu nokkur byggðalög sterkkari(þau sem fengu þingmenn)en hin eru að heygja grimmilega varnarbaráttu fyrir lífi sínu og ef þú heldur að reykjarvík sé að deyja þá held ég að þú þurfir að líta þér nær. Orsökin sem þig eruð að glíma við er að fasteiknaverð var blásið upp og byggt allt of mikið í ollum Reykjarvíkunum/Hafnarfjörðunnum. Ekkert skipulag, ekki neitt.

Það hefur ALDREI gerst síðan sameinginn varð að þingmaður að sunnan gerði nokkuð semhinum dreifðu byggðum vel umfram Reykjarvíkonum heldur bara gert illt verra. Þú getur ekki horft fram hjá því.

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.6.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband