Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viljað hampa Pétri Blöndal

"Alþingismaðurinn Pétur H. Blöndal hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins."

Honum Pétri Blöndal er ekki fisjað saman. Hann hefur alltaf verið mjög sjálfstæður í skoðunum, svo mjög að flokksforustan hefur aldrei viljað hampa honum um of. Af hverju hefur til dæmis aldrei komið til greina að skella Pétri í ráðherrastól? Muna ekki allir hver var síðasti fjármálaráðherra af flokksins hálfu? Af hverju var Pétur Blöndal ekki í því embætti? Var dýralæknirinn hæfari?

Þótt fagna beri framboði Péturs þykir mér einsýnt að hann fái ekki mjög mörg atkvæði. Mér kæmi ekkert á óvart að margir landsfundarfulltrúar skili auðu í kosningunni um formanninn.


mbl.is Pétur vill formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel að Pétur sé vammlítill maður og að grunni til heiðarlegur en hann hefur þann hræðilega ókost að koma til dyranna eins og hann er klæddur, það fellur ekki vel í flokksins jarðveg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.6.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband