Líður VG illa í flokkssálinni?

"Í samþykktum ályktunum flokksráðsfundar Vinstri grænna kemur m.a. fram að flokkurinn hyggst ræða aðildarumsóknina á sérstöku málefnaþingi næsta haust."

Mesta vandamál Vinstri grænna er hve flokkurinn hefur vaxið hratt. Vöxturinn sá þýðir að sjónarmiðum fjölgar og taka þarf tillit til mismunandi skoðana. Það er augljóst hverjum manni að mjög eru deildar meiningar innan flokksins í flestum stærri málanna sem ríkisstjórnin glímir nú við. Samfylkingin virðist vera samstæðari, þótt ekki sé hún án sinna vandamála. VG er veikari hlekkur ríkisstjórnarinnar, þótt margt gott megi segja um störf flokksins á þeim vettvangi.

Kannski ættu Vinstri grænir að fá Martein Mosdal, þann kunna snilling, til að leggja línurnar fyrir sig og síðan haska sér niður í 10% fylgi.

Þá liði þeim líklega betur í flokkssálinni.


mbl.is Gagnger endurskoðun á umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessir Vg menn búnir að gleyma hvað þeir skrifuðu undir í stjórnarsáttmála?

Svbavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:22

2 identicon

Ragnar Reykás væri líka liðtækur þarna...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:24

3 identicon

Enn meira vandamál þessa flokks er fólk sem hefur tekist að gera sig gildandi innan hans en stendur þó öðrum stjórnmálahreyfiningum nær.

Meirihluti félagsmanna ræðir þetta ekki mikið útífrá vegna þess það kann að vera í félagi og líka að gera málamiðlanir.   Það verður ekki sagt um alla.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvert skyldi þá vera vandamál Samfylkingarinnar Björn ? Hversu hratt og örugglega hún missir fylgi og tortímir sjálfum sér ?

Það eru allavega nokkrir innan SF sem virðast hafa þá einu sýn að gera flokkin ótrúverðugann og sundurlausann.

hilmar jónsson, 26.6.2010 kl. 19:30

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég þekki málefni Samfylkingarinnar minna en málefni VG. Eingöngu vegna þess að þau eru minna í fréttum. Eigðu þessar skýringar þínar fyrir þig og þína. Mér finnst Samfylkingin ekkert vera að tortíma sjálfri sér á nokkurn máta umfram aðra flokka. Veit bara að öll stjórnmál á Íslandi eru í skammarkróknum!

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 19:49

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Láttu ekki eins og þú kannist ekki við andstæðu pólana innan SF og blússandi óánægjuna með Árna Pál og upphafið belgings blaðrið í Össuri sem sífellt er að koma flokknum í vanda.

hilmar jónsson, 26.6.2010 kl. 19:56

7 Smámynd: Björn Birgisson

Mér finnst Árni Páll vera stórvaxandi stjórnmálamaður. Össur hefði átt að bjóða fram með Jóni Gnarr. Hann á það til að vera leiftrandi skemmtilegur!

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 20:16

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Í hverju fellst sá vöxtur hjá Árna, Björn ? Að færa Samfylkinguna lengra til hægri en áður hefur þekkst ?

hilmar jónsson, 26.6.2010 kl. 20:20

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, Árni Páll talar af skynsemi um ástandið á sama tíma og aðrir stinga höfðinu í sandinn að hætti strútanna. Það gerði hann meðal annars í spjalli við Álfheiði heilbrigðu og Ólöfu Nordal varakonu á Stöð 2 í kvöld.

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 21:09

10 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þið eruð ágætir báðir tveir, en Björn, þú verður að sætta þig við að Samfylkingin er gersamlega búinn að gera stórt í buxurnar, þ.e. ef þær eru ekki  á hælunum!! Einnig verð ég að vera sammála Hilmari um að Árni Páll er alls ekki búinn að vera sannfærandi sem ráðherra, og Össur á bara  heima á sædýrasafni  innan um  aðra blöðruseli!!

Guðmundur Júlíusson, 26.6.2010 kl. 21:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég ætla rétt að vona að þú eigir góða helgi. Ég veit um fleiri flokka sem misst hafa allt sitt í buxurnar, en kosið að láta lítt á því bera. Lyktin kom upp um þá, meðal annars á landsfundi XD í dag.

Aldrei hefur önnur eins skítalykt legið yfir Laugardalnum fagra eins og í dag.

Gestir í Kaffi Flóru lögðu á flótta!

Eins gott að spái sterkum vindum  á landinu okkar fagra - til hafs.

Björn Birgisson, 26.6.2010 kl. 21:41

12 Smámynd: Rafn Gíslason

Björn kannski var upphafið að enda ESB umsóknarinnar einmitt að eiga sér stað í dag. Það verður auðveldara fyrir VG að taka fastar á ESB málinu nú þegar vitað er að Samfylkingin hleypur ekki út undan sér til X-D eftir stuðningi við það mál.

Rafn Gíslason, 27.6.2010 kl. 00:13

13 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Vá Björn.... 'AP talar með rassgatinu... það er  hann prumpar á okkur og við erum þá náttúrulega bara fegin að hann skuli ekki skíta á ókkur og fögnum??

Óskar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband