Algjör skandall

"Fullkomlega löglegt mark Englands gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitunum á HM í knattspyrnu í dag var ekki dæmt gilt."

Þetta er skrifað í hálfleik.

Eins gott að Englendingar tapi ekki leiknum með eins marks mun.

Það alveg með ólíkindum að í fótbolta, hvað þá á HM, skuli allri aðstoð tækninnar vera hafnað. Nokkrum sekúndum eftir þetta frábæra þrumuskot vissi öll heimbyggðin að markið átti að standa.

Dómaratríóið eitt vissi það ekki.

Þvílík vitleysa. Algjör skandall.

 


mbl.is Löglegt mark Englands ekki viðurkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða rugl er þetta þjóðverjar voru miklu skemmtilegri og betri.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:05

2 identicon

Tek undir þetta með Birni. Það er algjör skandall að markið hafi ekki verið tekið gilt.

Þetta sýnir svo auðvitað að nú er ekki hægt að komast hjá því að hafa eftirlitsmyndavélar við mörkin eins og margoft hefur verið talað um. Þeir einu sem munu vera andvígir því eftir þennan leik er hinn gjörspillti forseti FIFA og svo hinn "ungi og graði" Hjörvar Hafliðason.

Það er kominn tími til að stokka upp innan FIFA til að losna við spillingarstimpilinn sem loðir við sambandið og þennan skemmtilega leik. Auk þess við ég losna við hinn fullyrðingaglaða Hjörvar úr sjónvarpinu. Leiðinlegri montrass hef ég aldrei séð á ævinni.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

Úlfur, Þjóðverjar eru með frábært lið og unnu verðskuldað. Mér finnst bara að þegar löglegt mark er skorað eigi það að standa. Sé dómarinn í algjörum vafa á hann að stöðva leikinn og fá réttar upplýsingar í eyrað. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur. Enginn getur sagt til um hvernig þessi leikur hefði þróast hefði þetta fallega mark fengið að standa.

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 16:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Björn.

Mig langar að bæta við að betra lið þarf ekki alltaf að vinna.

Stundum má liðið manns líka vinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.6.2010 kl. 21:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar minn, betra liðið á alltaf að vinna. Enginn afsláttur gefinn af því!

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Úfh, Þú hefur greinilega ekki haldið með Þrótti Neskaupstað.

En ég ætti að fá þig til  að útskýra þetta fyrir strákunum, þeir telja að betri mennirnir eigi alltaf að vinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.6.2010 kl. 22:36

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar minn, ég á góðar minningar að austan af baráttu Leiknis frá Fáskrúðsfirði við Nobbarana, bæði sem þjálfari og leikmaður. Okkur tókst stundum að stríða þeim all nokkuð!

Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband