27.6.2010 | 16:10
Nú gleðjast samkynhneigðir
"Ein hjúskaparlög í landinu taka gildi í dag, en Alþingi samþykkti lög þess efnis ellefta júní síðastliðinn. Einkum er um réttarbót fyrir samkynhneigða að ræða, en þeir hafa fram að þessu ekki mátt ganga í hjúskap, heldur í staðfesta samvist. Það er ástæða þess að lögin taka gildi í dag, á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra.
Með nýju lögunum gilda því ein lög um öll sambúðarform tveggja einstaklinga. Einstaklingar í staðfestri samvist geta jafnframt fengið sambúð sína viðurkennda sem hjúskap. Í kvöld boða Samtökin 78 til Regnbogamessu í Fríkirkjunni til að fagna áfanganum." segir visir.is
Til hamingju með daginn samkynhneigðir Íslendingar! Fyrir nokkrum árum las ég einhvers staðar að samkynhneigðir væru á milli 5-10% þjóðarinnar. Getur einhver staðfest það eða upplýst mig um réttan fjölda?
Einnig hamingjuóskir af þessu tilefni til duglegs bloggara sem gjarnan kennir sig við heiður þjóðarinnar.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.