27.6.2010 | 17:44
Vil alvöru kommaflokk og síðan sameiningu
"Aðspurð hvort sundrung sé í flokknum segir Snærós flokksmeðlimi sammála um málefni og stefnu VG ........................."
Það ekkert minni sundrung hjá Vinstri grænum en finnst í öllum hinum flokkunum, ekki meiri heldur. Munurinn liggur í því að innan raða Vinstri grænna virðist ósveigjanleikinn vera meiri en hjá öðrum flokkum og því getur verið erfitt að eiga við þá samstarf. Það á þó alls ekki við á öllum sviðum.
Vinstri grænir hafa vaxið of hratt. Ég hef áður sagt að við þurfum nauðsynlega að fá svona 5-10% alvöru kommaflokk og síðan sameina alla jafnaðarmenn í stóran alvöru Jafnaðarmannaflokk.
Nokkrir kommar á þingi myndu bara krydda tilveruna!
Fullorðið fólk talar saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heillavænlegast væri að vinstri vinstri gengi saman í einn flokk jafnframt því að Hægri hægri rynnu saman og miðjan jafnaðarmenn sameinuðust til heilla fyrir land og þjóð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2010 kl. 18:00
Axel Jóhann, þetta tek ég auðvitað undir, en er ekki líklegast að fjórflokkurinn forðist allar breytingar á sjálfum sér eins og heitan eldinn?
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 18:19
Voða ertu eitthvað eitthvað heitur út í eina alvöru vinstri flokk landsins þessa daga Björn.
SF og VG eru ágætir hver fyrir sig, en seint held ég að grundvöllur fyrir sameiningu skapist milli þeirra.
Er ekki ágætt að hafa einn krataflokk og einn alvöru vinstri flokk Björn ?
hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 18:19
Hilmar, þú túlkar auðvitað orð mín eins og þau koma þér fyrir sjónir, sem er bara gott mál. Það sem ég að segja er einfaldlega þetta: Það er synd og skömm að sannir jafnaðarmenn á Íslandi skuli deila sér niður á tvo flokka. Ég lít svo á að krataflokkurinn sé alvöru vinstri flokkur, þótt þú virðist ekki gera það.
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 18:25
Ég hélt að kratar væru skilgreindir svona meira sem miðjuflokkur........Teygjanlegir í báðar áttir ef þannig blæs..
hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 18:31
Mér finnst að allir ættu að sameinast í einn sterkan hægriflokk. Það væri langbest.
Klukk, 27.6.2010 kl. 18:31
Hilmar, eitthvað fylgist þú illa með elsku karlinn minn. Þú ert að tala um Framsóknarflokkinn.
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 19:39
Klukk, ertu þá með nýja Kristilega þjóðarflokkinn hans Jóns Vals í huga?
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.