33 sögðu já, 28 sögðu nei, tvær fallegar stelpur sögðu pass

Þann 16. júlí árið 2009 greiddu alþingismenn atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Niðurstaðan var sæmilega afgerandi, en málið all eldfimt pólitískt og hætt við að einhverjir þingmenn hafi verið með óbragð í munninum fram eftir þessum sumardegi. 33 þingmenn studdu aðildarumsóknina, 28 voru á móti og tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þetta er rifjað upp hér í tilefni af sviptingum helgarinnar í ESB málunum, þar sem móðursýkin var í aðalhlutverki.

Þessir þingmenn samþykktu aðildarumsóknina: 

Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

Þessir þingmenn vildu ekki sækja um aðild:

Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman.

Greiddu ekki atkvæði:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Alþingi Íslendinga samþykkti umsóknina með lýðræðislegum hætti. Nú vilja andstæðingar töku tvö í lýðræðinu af því að það hentar þeim.

Hvað kemur svo næst?

Taka þrjú? Taka fjögur? Taka fimm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég vil sjá samning á borðinu. Það er réttur minn sem íslenskur borgari. Það skal engin taka hann frá mér. Mér er slétt sama hvað andstæðingar og aðildarsinna segja. Ég vil sjá samning í kjölfar viðræðna. Legg á hann mat sem opin og víðsýn persóna og út frá mínum hagsmunum og afkomenda minna. Svo tek ég ákvörðun. Punktur.

golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.6.2010 kl. 20:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, af hverju skrifaði ég þetta ekki. Eins og talað frá mínu hjarta! Þú gleymdir reyndar einu smáatriði. Þín orð: "Legg á hann mat sem opin og víðsýn persóna og út frá mínum hagsmunum og afkomenda minna."

Þú gleymdir þjóðinni, en hún er nú svo smá og fámenn og flestir skyldir þér!

Þér er að sjálfsögðu fyrirgefið, minn kæri!

Bestu kveðjur norður um heiðar!

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 20:15

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æjá, hvernig gat ég gleymt bræðrum mínum og systrum? Líklega vegna þess að hagsmunir þeirra og minna fara saman þ.e. ef ég met væntanlegan samning góðan fyrir mig og mína þá er hann góður fyrir bræður mína og systur! Ég lýt höfði höfði í auðmýkt og þakka fyrirgefninguna :-)

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.6.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband