Hvernig kemst lið neðar á vellinum?

Íþróttaspekingar fjölmiðlanna eru alltaf að segja okkur öllum frá því sem við sjáum með berum augum í sjónvarpinu. "Siggi sendir á Nonna, sem missir boltann út af og þá fær hitt liðið innkast." Svo eru þeir líka gáfulegir stundum. Stundum um of.

Svo er okkur alloft sagt að lið liggi neðarlega á vellinum og mætti gjarnan færa sig ofar á völlinn og sækja meira. Síðast þegar ég vissi var knattspyrnuvöllurinn marflatur og aðeins hið grasi gróna yfirborð hans notað í leiknum, ekkert neðar og ekkert ofar. Knattspyrnuvöllur er ekki lagkaka.

Mín vegna mættu liðin á HM liggja framar á vellinum og sækja meira, pressa meira á andstæðinginn á hans eigin vallarhelmingi, því þá verður meira fjör í leiknum. Því virðast þau ekki þora. Fyrir vikið verður leikurinn óttalegt dútl í kring um miðjusvæðið og boltinn þar mest allan leikinn.

Það sem ég hef séð til HM hefur valdið mér vonbrigðum. 


mbl.is Öruggur sigur Brasilíu á Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá markverði sækjandi eða varnar-liðsins séð, liggur liðið "neðar" þegar það er nær markverði sínum, og framar því lengra frá markverði eigin liðs liðið er.

Íþróttaspekingur (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Íþróttaspekingur, ertu nokkur íþróttaspekingur?

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Björn Birgisson

Brassarnir eru fjandi góðir þótt Sókrates, Zico og Pele séu ekki í liðinu!

Björn Birgisson, 28.6.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband