30.6.2010 | 12:50
Góður millileikur
Þegar hinn umdeildi dómur Hæstaréttar féll kættust skuldarar mjög, enda töldu þeir sig nú skyndilega vera komna með bestu lán á Íslandi, með góða von um vænar endurgreiðslur.
Mín fyrstu viðbrögð við dómnum mótuðust af þessari spurningu:
Hvað skyldi þá koma í staðinn fyrir gengistrygginguna?
Nú hefur þeirri spurningu verið svarað við litla hrifningu skuldara, en þeim mun meiri kátínu í bönkum og lánastofnunum.
Mér datt aldrei í hug að það sem dæmt var ólöglegt hyrfi þar með út í buskann og ekkert kæmi í staðinn.
Margir virðast hafa haldið að svo yrði, þrátt fyrir að hafa skrifað undir verðtryggingu skuldabréfa sinna.
Þetta er góður millileikur í stöðunni hjá Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu og svo fær Hæstiréttur boltann aftur með haustinu.
Niðurstaða dómstóla í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.
líklega það skásta í stöðunni, sammála því.
Hæstiréttur verður svo að fá að klára þetta súrrealíska leikrit sem allra allra fyrst til að eyða þessari óvissu tugþúsunda fólks í landinu.
drilli, 30.6.2010 kl. 13:03
Það er enginn lagaleg stoð fyrir þessari ákvörðun Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og þar með engin ástæða til að ætla það að þeir sem skulda þessi lán komi til með að greiða þetta.
Það eina sem að fæst með þessari ákvörðun er að bankarnir geta klárað ársfjórðungsuppgjör sitt m.v. þær forsendur sem þeim voru veittar núna. Þetta hefur enga þýðingu fyrir almenning þar sem neytendur þurfa ekki að standa skil á þessum kjörum, enda hafa þeir ekki gert samninga við bankana þar að lútandi.
Kristinn (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:04
Þú segir: " Mér datt aldrei í hug að það sem dæmt var ólöglegt hyrfi þar með út í buskann og ekkert kæmi í staðinn" Ég spyr... Hvers vegna þarf eitthvað að koma í staðin fyrir það sem er ólöglegt og er eitthvað sem réttlætir það að koma með eitthvað sem er ólöglegt í staðin fyrir það sem var dæmt ólöglegt? Ég er ekki alveg að skilja þetta!
Edda Karlsdóttir, 30.6.2010 kl. 13:07
Þú gerir þér ekki grein fyrir áhrifin á réttaríkið. Hér eru stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að brjóta lög, og komast upp með það. Skiptir þér það engu? Hvernig eigum við að treysta ríkisstjórninni ef þeir ætla sér að breyta dómum Hæstaréttar, æðsta dómstól landsins, í hag fjármálafyrirtækja? Er ekkert heilagt í lagakerfi okkar, þ.e.a.s. eiga allir rétt að sniðganga lögin bara vegna ákveðinnar stöðu í samfélaginu?
Gerðu þér grein fyrir ástandinu áður en þú dæmir.
Aron Ívars. (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:22
Bara ákvæði samningsins um Gengistrygginguna var dæmt ólölegt. Restin stóð einsog það var og þar með talið samningsvextir.
Þar sem Lánveitendurnir failuðu á því að setja upp varakröfur (þar sem þeir voru svo vissir um að vinna þettta mál?) þá er óvissa með hvernig eigi að meðhöndla samningana eftir að gengistrygginarákvæðið hafi verið dæmt ólöglegt og hvort (ef eitthvað) kemur í staðinn fyrir gengistryggingarákvæðið.
Því þarf þetta mál aftur að fara aftur fyrir dómstóla til að skera úr um það hvernig eigi að ganga frá þessu. FME og Seðlabankinn eru núna taka fram fyrir hendurnar á dómsstiginu með því að ákvarða að núna skuli miða við vexti Seðlabankans, þegar þetta mál er komið í gegnum kerfið aftur og niðurstaða liggur fyrir hjá Hæstarétti (frekar en héraðsdómi) þá fyrst fæst einhver sátt um þetta mál. Ef niðurstaðan verður samhljóma FME/Seðlabankaninn þá er það bara fínt, en ef niðurstaðan verður að miða skuli við samningsvexti eða einhverja aðra vexti þá mun þetta bara skapa aukið flækjustig og aukna óánægju.
Jóhannes H. Laxdal, 30.6.2010 kl. 13:29
Hver vegna eru stjórnvöld að fara fram á að samið sé við lögbrjóta? Af hverju er ekki gripið inn í eignarrétt þessara aðila þegar lögbrot lyggur fyrir, undarlegt.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.6.2010 kl. 13:39
Gengistryggingin var það eina í þessum samningum sem dæmt var ógilt. Þar var dæmt aftir lögum sem brotin höfðu verið í 9 ár.
Geta stofnanir stjórnsýslunnar tekið afgangana af þessum samningum og breytt þeim að vild?
Ég lít svo á að þessir samningar hafi verið stimplaðir og þeim þinglýst og ef breytingar verði gerðar á þeim eftir á þá sé það varasamur gerningur í tilliti lögbrota, að ekki sé nú fastar að orði kveðið.
Reyndar leyfi ég mér að halda því fram að stjórnvöld, sýslumannsembætti og seljendur þessara skuldabréfa hafi kallað yfir sig refsingu fyrir lögbrot, yfirhylmingu og stjórnsýsluglöp.
Menn geta ekki skoppað með löggerninga eftir úllen - dúllen - doff reglum.
Ég er sannfærður um að ýmsir brotaþolar eiga eftir að skjóta þessum málum til alþjóðlegra dómstóla ef meira verður á þeim brotið en nú er orðið.
Árni Gunnarsson, 30.6.2010 kl. 13:43
Sveinn, það var fullt af fólki sem tók þessi lán sem vissi að þau voru ólögleg en tóku þau samt í von um gróða. Er þetta fólk líka lögbrjótar eða bara þeir sem tóku lánin?
Svo var bara dæmt um einn hluta samninganna, það er gengistrygginguna, það á enn eftir að dæma um aðra hluta samningana, hvort þeir séu enn löglegir eða orðnir ólöglegir, þar með talið vextir. Á meðan þessi óvissa er enn til staðar er eðlilegast að endurreikna skuldabréfin út frá markaðsvöxtum seðlabankans þangað til það kemst niðurstaða í málið.
Bjöggi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:50
eða bara þeir sem veittu lánin (ekki tóku) átti a standa þarna að ofan.
Bjöggi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 13:52
Afsökun ríkisstjórnarinnar með því að vísa til sex mánaða uppgjörs bankanna er fáránleg. Óvissan er sú sama um hvernig dómstólar munu úrskurða í þessu vaxtamáli þannig að það er engin leið, nákvæmlega engin leið fyrir endurskoðendur að skrifa upp á ársuppgjör bankanna án þess að gera athugasemdir um þessa óvissu og uppgjör með athugasemd frá endurskoðanda er ónýtt plagg.
HH (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:08
Komið þið sæl; Björn Ísfirðingur - og gestir hans !
Björn !
Góður millileikur ? Eru þessar glæpa stofnanir; ekki búnar að brjóta nægjan lega, á rétti lántakenda ?
Eru öll meðul leyfileg; til þess að halda Djöfulegri valda stéttinni, í Stjórnar ráði og á Alþingi ?
Segi ykkur; hreinskilningslega, að ég á ekki nógu sterk lýsingarorð yfir, hversu taka ætti, á þessu hyski; þér, að segja, Björn !
Með; kveðjum samt, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:24
Þrennt er mögulæegt þar til endanæega fæst úr þessu skorið.
1. Reikna til baka með reglu...93EBE í huga (kúnninn hefur rétt fyrir sér)
Þá er miðað við að samningurinn , annað en gengisviðmiðið haldi.
2. Reikna til baka með Seðlabankaálagi 8,25% (sem bankastofnanir geta allt eins reiknað m.v. vexti SÍ á hverjum tíma [geiðslu] (allt að 18% + verðbólgu))
Hér kemur þó að ef bankinn er ekki með fjármuni þegar að yuppgjöri kemur getur ríkið verið skaðabótaskilt fyrir að fara ekki að lögum.
3. Status Quo.
Einnig er mögulegt að fara í upprunalega greiðsluáætlun og borga skv henni, láta uppreiknun bíða þar til endanleg niðurstaða fæst.
Það með væru engin lög brotin né beygð...
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:46
Ég á ekki til orð af þvílíkri heimtufrekju þeirra sem tóku gengistryggð lán, hélt þetta fólk virkilega að það myndi sleppa með 3% vexti og enga verðtryggingu??? Engin lánastofnun hefði lánað þannig á sínum tíma og það verður að vera jafnræði milli lántakenda.
Ég horfði upp á fullt af vinum mínum með sömu tekjur og jafnvel lægri en ég og sambýlismaður minn, kaupa stór raðhús, nýja bíla, ný fellihýsi osfrv og allt saman gengistryggt. Nú vælir þetta fólk eins og stungnir grísir yfir óréttlætinu að þurfa að lúta verðtryggingunni og lægstu vöxtum Seðlabankans sem eru 4,8%. Ég minni á að íbúðalán sumra frá ÍLS eru með allt að 6% vöxtum.
Íbúðalánið mitt síðan 2005 var upphaflega uppá 11.000.000,- sem ég myndi telja mjög hóflegt með 4,65% vöxtum, í dag stendur þetta lán í 15.800.000 sem er 43% hækkun á 5 árum. Ég ek um á 17 ára gömlum bíl og maðurinn minn ekur um á 12 ára gömlum bíl.
Ég mun ekki samþykkja að ég, sem er aðeins með hóflegt íbúðarlán, engin bílalán eða önnur lán, hef sparað (tapaði reyndar rúmum 20% af séreignarlífeyrissparnaði mínum sem var dágóð upphæð), lagt fyrir og því leyft mér töluvert minna, að ég fái áfram að borga af mínu verðtryggða húsnæðisláni og aka um á mínum sérlega gömlu bílum.
Ég hugsaði þannig að ég væri ekki með tekjur í erlendum gjaldeyri og því ætti ég ekki taka myntkörfulán eða gengistryggð lán, mér fannst það bara nokkuð lógískt þó margir aðrir væru ekki sammála mér. Svo hættið að væla þið gengistryggðu lántakendur, búið er að dæma gengistrygginguna ólöglega og þið sleppir nokkuð vel að mínu mati svo veriði fegin að fá að borga það sama og ég!
Erla (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:49
Gleymdi að nefna að mér er alveg sama þó samningsvextir séu látnir standa til að brjóta ekki gerða samninga...en verðtryggingin verður að standa!
Erla (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:53
Bjöggi lánveitendur, þeir hanna vöruna (lánasamning), bjóða og kaupa. Neytanda (lánþega) er í raun stillt upp við vegg, annaðhvort að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast eða sleppa því.
Ég þekki engann sem tók þessi lán í þeirri von að þau væru ólögleg en ég þekki marga sem tóku þau vegna þess að vextirnir á þeim voru lágir og meðalgengi krónu nokkuð stöðugt ef horft er til langs tíma.
Erla, jafnræði á milli lántakenda fólst í því að þér var frjálst að taka erlent lán á sínum tíma og athugaðu að ef fjármálafyrirtæki fá að breyta skilmálum samninga aftur í tímann sér í hag bara vegna þess að annars tapa þau á því þá eru þínir samningar líka í hættu. Það verður þá ekki langt í það að "sérstakar aðstæður" myndi forsendu til þess að endurksoða þín lán aftur í tímann, ætlarðu þá að beygja þig fyrir því éta skít eins og verið er að bjóða þeim sem tóku gengistryggð lán?
Samningarnir snúast einmitt fyrst og fremst um vexti, sérstaklega á lengri lánunum, en ekki gengisáhættuna.
Verðtryggingin á heldur ekki rétt á sér, ef þetta væri í raunveruleg verðtrygging hefðu bankarnir ekki talið hana fram sem hagnað þegar þeir voru í einkaeigu og það ætti að afnema hana strax svo að þeir sem eru að ávaxta sjóði þurfi að vinna fyrir laununum sínum í stað þess að stara út í loftið og láta verðtryggingu gera þetta fyrir sig. Af hverju myndar hún ekki verðtryggingarsjóði sem deilt er út úr, þangað sem verðgildi er að rýrna? Þess þá heldur það fjármagn sem er endurlánað erlendisfrá þar sem lánastofnun borgar millibankavexti en innheimtir innlenda vexti og verðtryggingu, sem er þá orðin gengistrygging hvort eð er.
Ég vona bara að erlendu lánin mín séu lögleg svo sleppi undan þessu rugli.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 30.6.2010 kl. 15:15
Það er ekkert í þessu máli sem ekki er asnalegt og varasamt. Það eru sterk rök að ekki gangi upp að dæma gengistrygginguna eina og sér ógilda en skilja eftir erlendu vextina óbreytta, sem hefðu verið aðrir og hærri ef ekki hefði verið gengistryggingin. Þetta er eins og að dæma hjólin undir bíl ólögleg og ætla honum eftir sem áður að keyra dekkjalausum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2010 kl. 16:54
Hvers vegna var ekki rætt við lántakendur?
Tillaga mín er sú að þeir sem tóku erlend lán og þeir sem tóku íslensk mætist á miðri leið með vextina, síða verði verðtryggingin endurskoðuð með tilliti til lækkunar eða að hún fari á laun líka því að við afnám verðtryggingar á laun myndaðist gjá milli lántakanda og lánveitenda allir vita hvernig það er að fara!
Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 21:53
Kæru vinir, ég verð að segja að ég er algjörlega heillaður af fjölbreytileika þeirra athugasemda sem hér hafa birst. Gott að þjóðarsálin hefur ekki misst málið. Það má aldrei gerast.
Ég þakk ykkur öllum innlitin.
Björn Birgisson, 30.6.2010 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.