Hækkun fasteignaskatta framundan

"Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 10,4%, á Suðurnesjum um 7,4%, á Vesturlandi um 6,4%, á Vestfjörðum um 1,2%, á Norðurlandi vestra um 0,7%, á Norðurlandi eystra um 4,4%, á Austurlandi um 0,8% og á Suðurlandi um 3,4%."

Þetta nýja fasteignamat breytir miklu fyrir sveitarfélögin. Fasteignaskatturinn er um 20% af tekjum þeirra. Það er nánast pottþétt að þau mæta þessari lækkun matsins með hækkun fasteignaskatta, flestum íbúum sínum til aukinnar armæðu, sem er þó ærin fyrir.

Það mun ekkert velkjast fyrir pólitískt blönduðum sveitarstjórnum að hækka fasteignaskattana.

Hins vegar verður fróðlegt að sjá framan í fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir hafa hreinan meirihluta, þegar þeir tilkynna sínu fólki um hækkanirnar, en ég spái því að það muni þeir gera.

Það er nefnilega þannig að flokkurinn sá mótmælir hástöfum öllum sköttum, nema þeim sem fulltrúar hans leggja á fólkið. Sem er all nokkuð skondið. Raunar bráðfyndið.

Einhvern veginn eru þeirra skattar betri og réttlátari skattar.

Nú bíð ég spenntur viðbragða úr Garðabæ, frá Seltjarnarnesi og ekki hvað síst úr Reykjanesbæ.

PS. Hefur nokkur maður séð stafkrók frá hægri mönnum á Íslandi þar sem hneykslast er á stórauknum sköttum nýju íhaldsstjórnarinnar í Bretlandi? Kannski tróðu bara frjálsir demókratar þeim sköttum í gegn.

Auðvitað, hvernig læt ég!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband