30.6.2010 | 19:39
Jón Gnarr hefði aldrei staðist hæfniskröfurnar í Grindavík
Nú eru nokkrir stólar fyrir bæjarstjóra lausir í landinu og virðast sætin þau vera eftirsótt. Til dæmis vilja 29 setjast í þann stól á Ísafirði. Grindvíkingar eru líka á höttunum eftir einum slíkum og miðað við hæfniskröfur sem gerðar eru má ætla að þeir séu frekar að leita eftir Superman en mannlegri veru! Eitt er víst að miðað við kröfurnar hefði Jón Gnarr aldrei komið til greina, þótt hann sé nógu góður fyrir Reykvíkinga, en þeir gera víst engar kröfur til sinna leiðtoga, aðrar en þær að vera skemmtilegir á stundum.
Auglýsingin á vef Grindavíkurbæjar er svohljóðandi:
Grindavíkurbær óskar eftir að ráða bæjarstjóra.
Verksvið bæjarstjóra er meðal annars:
# ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð
# ábyrgð á og stjórnun daglegs reksturs
# samskipti við hagsmunaaðila
# framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar
# þátttaka í uppbyggingu samfélagsins
Lykileiginleikar bæjarstjóra eru:
# leiðtogahæfileikar
# stefnumótandi hugsun og áhugi á uppbyggingu samfélagsins
# frumkvæði, metnaður og mjög góðir samskiptahæfileikar
Menntunarkröfur og reynsla:
# háskólamenntun sem nýtist í starfi
# þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri skilyrði
# þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur
# reynsla af stefnumótunarvinnu sem og eftirfylgni stefnumótunar
Grindavíkurbær er 2850 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð en íbúafjölgunin nemur 20% undanfarin 10 ár. Grindavíkurbær er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins.
Grindvíkurbær leggur áherslu á fjölskyldugildi og er einn öflugasti íþróttabær landsins, með niðurgreidda íþróttaiðkun grunnskólabarna, niðurgreiddan skólamat og hagstæð leikskólagjöld. Grindavíkurbær er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguferðir, fuglalíf mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 13 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn.
Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsjón með ráðningu
Ragnheiður Dagsdóttir - ragnheidur.dagsdottir@capacent.is
Þorbjörg Guðjónsdóttir - thorbjorg.gudjonsdottir@capacent.is
Umsóknafrestur til og með:
04. júlí 2010
Þá er bara að drífa sig og sækja um. Ég get vottað að hér í Grindavík er gott að vera.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar eða hvað er þessi Grindavík ??
Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 20:18
Finnur, Grindavík er höfuðstaður Suðurnesja, sem eru á Íslandi, suðvestanlega, held ég, en er reyndar búinn að týna gömlu Landabréfabókinni minni. Staðurinn er einkum þekktur fyrir frábæra bloggara, mikla útgerð og vinnslu og einstaka veðursæld. Í Grindavík mun eftirfarandi máltæki hafa orðið til: Hér er alltaf logn, en það fer mishratt yfir.
Björn Birgisson, 30.6.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.