Menn með Ísland í hjartastað eru góðir menn

Eitthvað mikið er að gerast hjá hægri mönnum þjóðarinnar. Bullandi og kraumandi þarmakveisa og óánægja er að brjótast upp á yfirborðið og verður ekki hamin frekar en gosið á Fimmvörðuhálsi eða í Eyjafjallajökli. Búið er að stofna nýjan flokk Hægri grænna og Guðbjörn Guðbjörnsson og fleiri Sjálfstæðir Evrópumenn stefna inn á nýjar lendur og hafa afneitað Sjálfstæðisflokknum. Spennandi tímar framundan. Guðbirni og hans mönnum fylgja góðar óskir af þessari síðu.

"Um helmingar þeirra sem mættu á fund Sjálfstæðra Evrópumanna vilja segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og stofna nýjan flokk. Þetta segir Guðbjörn Guðbjörnsson, sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á dögunum. Hann gagnrýnir fréttaflutning RÚV af fundi félagsins nú í kvöld.

Guðbjörn segir í pistli á heimasíðu sinni að hann hafi verið furðu lostinn af fréttaflutningi RÚV af fundinum nú í kvöld. Mikill hiti hafi verið á fundinum, hver maðurinn á fætur öðrum hafi stigið í pontu og sagst ætla að segja sig úr flokknum.

„Þarna voru á ferð menn sem höfðu verið þetta 20-60 ár í flokknum og voru og eru vissulega þungaviktarmenn."

Um fréttaflutning RÚV segir Guðbjörn: „Viðtalið við Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, var tekið fyrir fundinn og því furðulegt að nota það til að segja fréttir af fundinum." Auk þess sem "Fréttamenn RÚV hurfu af fundinum eftir að 15 mínútur voru liðnar, en birtu síðan frétt eins og þeir hefðu verið þar allan tímann."

Guðbjörn segist gruna að fréttin hafi verið gerð að forskrift Valhallar. Hin raunverulega frétt fundarins hafi verið reiði fundarmanna og vilji til að stofna nýjan flokk, en sú frétt hafi ekki verið sögð." segir visir.is

Guðbjörn Guðbjörnsson er flottur maður.

Hann stendur og fellur með skoðunum sínum.

Þjóðinni væri hollara að eiga fleiri slíka garpa með Ísland í hjartastað.

En þar mun framboð vera minna en eftirspurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er hið besta mál. Það var kominn tími til. Ef allt væri með felldu væri Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með fylgi eins og aðrir svokallaðir íhaldsflokkar á Norðurlöndum, e.t.v 5-7%.

Hér á Íslandi hefur Sjálfstæðisflokknum tekist hið furðulega að telja almenningi, kjósendum sínum, trú um það áratugum saman að flokkurinn gætti hagsmuna almennings á sama hátt eins og þeirra sem þar ráða ferðinni og stefnunni í reynd.
Annað hefur hressilega komið á daginn.
Kannske eru hinir blindu þar að fá sýn og sjá hina sviðnu jörð: Tugþúsundir heimila og skuldara á vonarvol en innistæður fjármagnseigenda vaxa í samræmi við vaxtaokrið á skuldugum heimilum og fyrirtækjum og einstaklingum og afrakstur þjóðarauðlinda að miklu leyti í vösum kvótahafa og erlendra málmbræðslufyrirtækja í stað ríkissjóðs.

Hið furðulega er að svokölluð vinstri stjórn sem nú situr lætur þetta böl viðgangast. Leggur svo blessun sína yfir "réttlætið" t.d. með því að leyfa skæruliðum eftirlitskerfisins, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, tilkynna þjóðinni lögleysu til varnar fjármagnseigendum og bankakerfi, en án þess að sýna töluleg rök fyrir því að almannahagur krefjist þess. Enda voru boðberarnir ansi undirleitir og rökþrota frammi fyrir blaðamönnum og þjóðinni. Almenningur á bara að trúa því að þetta sé honum fyrir bestu.
Nú er hins vegar svo komið að almenningur er farinn að hugsa sjálfur og leita sér þekkingar á eigin forsendum (vonandi) og þá fer að þurfa eitthvað meira en trúarsetningar til að sannfæra þjóðina og stjórna henni.

Kristinn Snævar Jónsson, 1.7.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602481

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband