Löggan fái rafbyssur

"Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum fer vaxandi. Á síðasta ári hlutu 38 lögreglumenn varanlegan skaða vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir við skyldustörf en árinu á undan voru þeir 29. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að tryggja verði öryggi lögreglumanna með rafbyssum." segir visis.is

Alls kyns ofbeldi hefur stórum vaxið í þjóðfélaginu, bæði gagnvart lögreglumönnum og öðrum þegnum landsins. Að mínu mati er ekki lengur hægt að bjóða lögreglumönnum upp á að vera sendir á stórhættulegan ofbeldis vettvang, nánast með kylfuna eina að vopni, og mæta þar vímufylltum og drukknum stórhættulegum ofbeldismönnum með hnífa og jafnvel byssur.

Ísland er ekki lengur land sakleysis og óvopnaðrar lögreglu.

Af umhyggju fyrir okkar góðu lögreglumönnum á að leyfa þeim að bera rafbyssur til að nota í neyð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek undir þetta Björn.

Finnur Bárðarson, 1.7.2010 kl. 16:21

2 identicon

En vatnsbyssur?

Jóhann (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhann, slökkviliðsmenn fá vatnsbyssur.

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 16:50

4 identicon

"Alls kyns ofbeldi hefur stórum vaxið í þjóðfélaginu, bæði gagnvart lögreglumönnum og öðrum þegnum landsins."

Hver er ástaedan?  Thad á audvitad ad rádast ad RÓT vandans.  

Augnablik...haegan haegan haegan (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Björn Birgisson

Vitaskuld á að ráðast að rótum vandans og sjálfsagt er eitthvað gert í þeim málum. Staðan er hins vegar orðin sú að rafbyssur eiga að vera í vopnabúri lögreglunnar.

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 17:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig komast þeir hjá áverkum og pústrum með rafbyssum? Jú, með að skjóta fyrst og spyrja svo. Þetta er algerlega út í hött að leyfa þetta og það er haugalygi að þær séu ekki skaðlegar. Það er margsannað.  Þessu verður misbeitt eins og allstaðar annarstaðar.  Dauðsföllin teljast í þúsundum í dag.  Þeir segja að flest dauðsföllin verði hjá fólki sem er mjög æst, svo það verður því líklega að passa það að nota þetta á pollrólegt fólk.  Svo munu atvinnuglæpamenn bara vopnast þessu líka.  Ég segi nei.  Ég vil líka fá að sjá við hvaða aðstæður þessir lögreglumenn eiga að hafa slasast. Nákvæmt mat á því hvort í einhverju tilfelli hefði verið hægt að koma í veg fyrir það með rafbyssum.  Ég trúi ekki orði af þessum áróðri. Þeir vilja bara fá þetta í dótakassann og líklega er verið að búa sig undir að allt verði vitlaust hér í byrjun nóv., þegar staðið verður við loforðin til AGS um að fella öll lán og innheimta veð á einu bretti.  Þá held ég raunar að best sé fyrir lögguna að hallda sig heima.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 18:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég bið svo menn að taka eftir því að lögreglan er búin að koma sér upp spunadeild í þessu máli og þar mæta upp á dekk, hver spekingurinn á fætur öðrum, þegar bloggað er um málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 18:32

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er kannski rétt að láta heilbrigðisstarfsmenn hafa þetta líka, en þeir slasast miklu oftar í störfum en löggan.  Bómullarbúning á alla iðnaðarmenn líka. Það er aðkallandi, svo engin skrumsist nú í vinnunni. Það er svo rétt að benda á að samkvæmt allri tölfræði, þá hefur ofbeldisglæpum fækkað frekar en hitt, svo ég skil ekki tilefnið.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 18:35

9 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Steinar, þú ert greinilega ekki lögreglumaður! Hefur ofbeldisglæpum fækkað? Er ofbeldið ekki orðið grófara í undirheimunum? Hafðu endilega þína skoðun á þessu, en svo eru greinilega ekki allir sammála þér. Hvar er þessi spunadeild?

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 19:16

10 identicon

Shengen samstarfið sem Halldór stríðsglæpamaður og kvótaræningi Ásgrímsson,kom á hefur átt stóran þátt í auknum glæpum hér.Landið var opnað fyrir ruslaralýð.

Númi (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 22:54

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað er neyð? Hvar og hvernig verður það metið og af hverjum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.7.2010 kl. 23:14

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þeim sem til þekkja og í lenda. Augljóslega.

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 23:50

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrikalega er ég ósammála þér þarna Björn. Þetta eru viðbjóðsleg tól sem m.a. hafa kostað fjölda manns lífið.

Veit að Björn Bjarnason er hlyntur svona tólum, en ekki grunaði mér að hann ætti þarna samherja hjá nafna sínum Birgissyni..

hilmar jónsson, 2.7.2010 kl. 01:25

14 identicon

Hjartanlega sammála þér Björn. Löngu kominn tími á þetta. Blessaður láttu Jón Steinar ekki rugla mikið í þér. Hann er sjálfur heil spunadeild gegn þessu og hefur verið lengi. Það má ekki minnast á þessi tæki, þá er hann mættur með sinn spuna.

Kristján (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband