8.7.2010 | 16:50
Stórhöfði næst?
Miklatún aftur orðið Klambratún samkvæmt tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra sem var samþykkt samhljóða í borgarstjórn Reykjavíkur.
Af þessari tillögu má ráða að nú sé besti flokkurinn heldur betur farinn að láta til sín taka í stóru málunum og fastlega má vænta annarra nafnabreytinga innan tíðar. Kannski verður Höfði að Stórhöfða? Tjörnin að Pollinum? Ráðhúsið að Óráðshúsi? Kannski Óráðsíuhúsi?
Klambratún að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við sem munum tímana tvenna í henni Reykjavík höfum þurft að þýða orðið Miklatún yfir á gamla bæjarmálið - Klambratún. Kennt við bæinn Klambra sem stóð þarna og túnið dregur nafn sitt af. Þessari endurheimtu forna verðmæta er fagnað.
Sævar Helgason, 8.7.2010 kl. 17:12
Mér hugnast "Big Head" og auðvitað síðasta tillagan þín Björn :)
Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 17:27
Björn, aðeins til einn stórhöfði.
Aðalsteinn Agnarsson, 8.7.2010 kl. 17:34
Mér finnst þessi nafnabreyting hið besta mál. Hef aldrei skilið þetta nafn "Miklatún."
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:03
Sú var tíð að Klambratún þótti ófínt!
Árni Gunnarsson, 8.7.2010 kl. 18:11
Árni og þið hinir góðu gestir, oft er talað um klambur í smíðum, en hvað þýðir Klambratún?
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:20
Sé hjá Sævari að það var kennt við bæinn Klambra. Hvað þýðir það bæjarnafn?
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:22
Annað. Af hverju heitir Austurvöllur sínu nafni? Þarf ekki Jón Gnarr að breyta því?
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:26
Hét ekki bærinn Klömbrur? Sem er torf skorið á þann hátt sem notað er í vegghleðslur a.m. k. norðan lands.
Hólmfríður Pétursdóttir, 8.7.2010 kl. 18:59
Hólmfríður, hefði þá ekki túnið verið nefnt Klömbrutún? Þakka þér þitt innlit!
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 19:17
Bærinn hét Klambrar, þar var móðir mín í sveit hjá Christensen hjónunum. En ekki veit ég hvað það þýðir.
Fríður Birna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:27
Þakka þér, Fríður Birna.
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 19:32
Klambra, klömbruhnausar sniðnir með skásniði í eina átt, næsta röð fyrir ofan skásniðin í gagnstæða átt. Þanni voru gaflar torfveggja líklegri til að aflagast ekki með tímanum.http://www.skagafjordur.is/upload/files/c%20VII-Torf%20til%20bygginga.pdf
valdimar (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 21:26
Takk fyrir þetta, Valdimar.
Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 22:14
Austurvöllur heitir svo því hann er við Austurstræti og austan meginn við gömlu Reykjavík. Aðalstræti er elsta gatan og bærinn byggðist fyrst upp vestan við það. Á þessum tíma var Lærði skólinn til dæmis utan við kaupstaðinn.
Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:04
Kærar þakkir, Kári Emil.
Björn Birgisson, 9.7.2010 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.