Stórhöfði næst?

Miklatún aftur orðið Klambratún samkvæmt tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra sem var samþykkt samhljóða í borgarstjórn Reykjavíkur.

Af þessari tillögu má ráða að nú sé besti flokkurinn heldur betur farinn að láta til sín taka í stóru málunum og fastlega má vænta annarra nafnabreytinga innan tíðar. Kannski verður Höfði að Stórhöfða? Tjörnin að Pollinum? Ráðhúsið að Óráðshúsi? Kannski Óráðsíuhúsi?


mbl.is Klambratún að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Við sem munum tímana tvenna í henni Reykjavík höfum þurft að þýða orðið Miklatún yfir á gamla bæjarmálið - Klambratún. Kennt við bæinn Klambra sem stóð þarna og túnið dregur nafn sitt af.  Þessari endurheimtu forna verðmæta er fagnað.

Sævar Helgason, 8.7.2010 kl. 17:12

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér hugnast "Big Head" og auðvitað síðasta tillagan þín Björn :)

Finnur Bárðarson, 8.7.2010 kl. 17:27

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, aðeins til einn stórhöfði.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.7.2010 kl. 17:34

4 identicon

Mér finnst þessi nafnabreyting hið besta mál.  Hef aldrei skilið þetta nafn "Miklatún."

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:03

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sú var tíð að Klambratún þótti ófínt!

Árni Gunnarsson, 8.7.2010 kl. 18:11

6 Smámynd: Björn Birgisson

Árni og þið hinir góðu gestir, oft er talað um klambur í smíðum, en hvað þýðir Klambratún?

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:20

7 Smámynd: Björn Birgisson

Sé hjá Sævari að það var kennt við bæinn Klambra. Hvað þýðir það bæjarnafn?

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:22

8 Smámynd: Björn Birgisson

Annað. Af hverju heitir Austurvöllur sínu nafni? Þarf ekki Jón Gnarr að breyta því?

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 18:26

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hét ekki bærinn Klömbrur? Sem er torf skorið á þann hátt sem notað er í vegghleðslur a.m. k. norðan lands.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.7.2010 kl. 18:59

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hólmfríður, hefði þá ekki túnið verið nefnt Klömbrutún? Þakka þér þitt innlit!

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 19:17

11 identicon

Bærinn hét Klambrar, þar var móðir mín í sveit hjá Christensen hjónunum. En ekki veit ég hvað það þýðir.

Fríður Birna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:27

12 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér, Fríður Birna.

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 19:32

13 identicon

Klambra, klömbruhnausar sniðnir með skásniði í eina átt, næsta röð fyrir ofan skásniðin í gagnstæða átt. Þanni voru gaflar torfveggja líklegri til að aflagast ekki  með tímanum.http://www.skagafjordur.is/upload/files/c%20VII-Torf%20til%20bygginga.pdf

valdimar (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 21:26

14 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Valdimar.

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 22:14

15 identicon

Austurvöllur heitir svo því hann er við Austurstræti og austan meginn við gömlu Reykjavík. Aðalstræti er elsta gatan og bærinn byggðist fyrst upp vestan við það. Á þessum tíma var Lærði skólinn til dæmis utan við kaupstaðinn.

Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:04

16 Smámynd: Björn Birgisson

Kærar þakkir, Kári Emil.

Björn Birgisson, 9.7.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 602480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband