8.7.2010 | 19:30
Hole in one og svo fugl!
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur hófst í gær. Aðstæður voru nokkuð erfiðar og var skor keppenda í takt við það. Norðan strekkingur en þurrt og fremur hlýtt. Svipað veður var í dag, öllu meiri vindur ef eitthvað var, kannski um 15 metrar, sem er ekki golflegt veður, en þó boðlegt veður.
Björn Steinar Brynjólfsson, körfuknattleiksmaðurinn knái, sem er með um 24 í forgjöf, stal senunni í gær því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut. Síðan var auðvitað haldið á 14. braut og þar fékk Björn Steinar góðan fugl!
Hann krækti því í 9 punkta á tveimur holum sem hlýtur að vera mjög fátítt.
Þegar þetta er ritað er Björn Steinar enn úti í rokinu og sólinni og því ekki vitað um afrek hans í dag.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.