Þjóðin brosir eða grætur eftir eðli samráðsins

"Segjast hagsmunasamtökin telja þessa ákvörðun vera heillaskref í átt að sátt í þjóðfélaginu eftir að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit stigu fram í síðustu viku með vanhugsuðum hætti."

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið stigu ekki fram með vanhugsuðum hætti. Bentu bara á leið til lausnar á meðan beðið er endanlegrar ákvörðunar um þessi fáránlegu gengislán. Ekkert vanhugsað við það að benda á leiðir. Menn greinir á um leiðir. Það er ekkert nýtt.

Svo ákveða fjármálastofnanirnar að hafa samráð um aðra lausn, sem flestum skuldurum finnst hagstæðari, þá er henni fagnað. Allt fyrir eigin buddu auðvitað, þannig erum við.

Ég fagna 5000 kalla leiðinni fyrir hönd skuldugra Íslendinga, þótt ég sé ekki í þeirra hópi, en ég verð að spyrja:

Er ekki svona samráð einkabanka og einkastofnana á þeirra vegum bannað með íslenskum lögum?

Hvaða samráði ætlar þjóðin næst að fagna. Auknu samráði olíufélaganna? Flugfélaganna? Tryggingafélaganna? Bænda? Grænmetissala? Fisksala? .......... og hvað þetta heitir nú allt.

Við erum að missa orkusöluna til Magma Energi út að því að einhvern tittlingastít vantar í lög og reglugerðir, sem er til stórskammar fyrir alla hlutaðeigandi og nefndin sem átti að gæta hagsmuna þjóðarinnar klofnaði í tvennt: orðhengilspakk og síðan Íslendinga.

Svo taka allar lánastofnanir landsins upp hjá sér að hafa samráð og Íslendingar flestir brosa allan hringinn, alsælir með samráðið!

Hvernig á að setja þessari þjóð lög?

Er ekki bara best að sleppa því?

Hún finnur alltaf smugurnar framhjá!

Brosir eða grætur eftir eðli samráðsins.


mbl.is Fagna tilmælum Samtaka fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Er ekki á borðinu að sekta samtök fjármálafyrirtækja, fyrir samráð.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.7.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Miðað við spurningar umboðsmanns Alþingis til Seðlabanka og FME, þá virðist mér að minnsta kosti vanta meiri rökstuðning fyrir tilmælum SÍ og FME.  Mér sýnist einmitt margt benta til að umboðsmaðurinn hafi þá skoðun að þetta hafi verið vanhugsað hjá þeim.

En svona sér hver sínum augum gullið, býst ég við.

Marinó G. Njálsson, 8.7.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, eitt í einu, nú eru það frjálsar handfæraveiðar hringinn í kring um landið!

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Björn Birgisson

Marinó, að hverju marki eru margar leiðir og fólk verður að velja. SÍ og FME komu með eina leið og nýstofnaður Samráðsbanki Íslands kom með aðra. Ég kem ekki auga á glæp SÍ og FME, en glæpur samráðsmanna virðist mér augljós. Kannski svona Hróa hattar glæpur sem öllum líkar?

Björn Birgisson, 8.7.2010 kl. 22:11

5 identicon

Það er nánast þjóðaríþrótt að sniðganga lög.  Aðallega þó skattalögin.

Til er hópur manna sem er með lögfræðinga á sínum snærum sem eru sérfræðingar í að aðstoða menn við að fara eftir því sem nákvæmlega stendur EKKI í lögum

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:41

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Tek undir það Björn.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.7.2010 kl. 23:11

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það þarf ekki að benda á neinar leyðir dómurinn er skýr!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.7.2010 kl. 00:00

8 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, er það svo? Gott að heyra! Ég sem hélt að dómurinn hefði hleypt hér öllu í bál og brand! Mikill er minn misskilningur, herra Eyjólfur!

Björn Birgisson, 9.7.2010 kl. 00:20

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Björn það er bara bankafólk sem sér fram á að tapa einhverjum aurum sem skilur ekki dóminn.

Sigurður Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 00:24

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Björn, munurinn á leiðinni sem talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna lögðu til og tilmælum SÍ og FME er að í öðru tilfellinu er ekki hróflað við niðurstöðu Hæstarétta en í hinu er sagt að í staðinn fyrir gengistrygginguna og vexti samninga eigi eitthvað annað að koma í staðinn.  Bíddu nú við. Dæmdi Hæstiréttur ekki gengistrygginguna ólöglega? Hún er því ekki lengur til staðar og þess vegna getur eitthvað annað ekki komið í staðinn fyrir hana.

Marinó G. Njálsson, 9.7.2010 kl. 00:31

11 Smámynd: Björn Birgisson

Kæri Marinó, ef lífið væri nú svona einfalt! Undir öll skuldabréfin rituðu bankamenn og ég og þú. Tvennt var þar. Vextir og verðbætur. Gengisverðbæturnar hafa verið dæmdar úr leik. Hvernig dettur þér í hug að annað skuli ekki koma í staðinn? Er undirskrift okkar einskis virði? Mín hefði alla vega verið það, en hún er víst ekki til staðar, góðu heilli. Hvers virði er þín? 

Björn Birgisson, 9.7.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband