Er ríkisstjórnin fallin?

"Haft var eftir forstjóra Magma á Íslandi í fréttum Útvarpsins í kvöld, að iðnaðarráðuneytið hefði ráðlagt fyrirtækinu að stofna dótturfélag í Svíþjóð til að geta keypt hlut í HS Orku."

Ef Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er á bak við þessa ráðleggingu, eða hefur vitað af henni og samþykkt, þá skal hún úr ríkisstjórninni, ekki seinna en í fyrramálið.

Ef forstjóri Magma á Íslandi fer með rétt mál, er þessi ríkisstjórn fallin í mínum augum.


mbl.is Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki spurning, hvers vegna er hún ekki spurð út í málið ????

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 21:24

2 identicon

Ég þori að leggja undir, að Katrín Júlíusdóttir er hluthafi í Magma og sennilega fleiri ráðamenn á Íslandi! Þetta er með afbryggðum óheilbryggð viðskipti.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur, kemur væntanlega að því.

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Veðja frekar á Össur í þessu máli.

Það mun verða ótrúleg heppni ef við fáum krónu af kúluláninu borgaða. Íslendingarnir sem samþykktu og skrifuðu undir fyrir Íslands hönd, eru að margra mati persónulega ábyrgir ef illa fer. Vandinn er að þrátt fyrir að verða hugsanlega rúðir aleigu sinni eru þeir langt frá að vera borgunarmenn fyrir láninu.

Kolbeinn Pálsson, 10.7.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

V. Jóhannsson, hef enga trú á þinni kenningu.

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbeinn, ráðamenn eru aldrei persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum sem ráðherrar. Væri það svo hefðum við enga ráðherra.

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 21:35

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er spurning hvað við tekur þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá sem hlýtur að verða fyrir næstu mánaðamót.

Mér verður mikið hugsað til þess að maki Tómasar Þ. Sigurðarsonar forstóra Rio Tinto Alcoa á Íslandi er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Og þá varð kátt í höllinni, höllinni..............!

Hver hefur "lagt á" þessa vesalings þjóð með svo hrikalegum afleiðingum!

Árni Gunnarsson, 10.7.2010 kl. 21:42

8 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, tekur ekki Loftur Altice Þorsteinsson bara við? Þá verður stutt í gasklefana fyrir okkur hina.

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 21:51

9 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru mjög alvarlegar fréttir -ef sannar reynast.  Nú er beðið svars frá ráðherra. Umhverfisráðherra sér málið í skýru ljósi og boðar lagafrumvarp.

Sævar Helgason, 10.7.2010 kl. 22:10

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er umhugsanvert sem Árni nefnir: Hvað tekur við. Verður ekki bara að ryðja borðið

Finnur Bárðarson, 10.7.2010 kl. 22:12

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ég hef talað skýrt hér. Ef Katrín iðnaðarráðherra er sek um þessa ráðgjöf skal hún víkja og ríkisstjórnin öll.

Hvað tekur við?

Ekkert, þá við erum búin að vera sem þjóð.

Er Margrét Danadrottning hætt að reykja? Gætum við ratað á hennar fund skyggnisins vegna?

Björn Birgisson, 10.7.2010 kl. 22:28

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru myrk tíðindi og ill.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2010 kl. 22:39

13 identicon

Svandís vissi þetta allt saman fyrir löngu síðan. 

Steingrímur J er einn af aðal mönnunum í þessu öllu saman.  Ég spyr af hverju Svandís er að gera stórmál úr þessu núna?  Af hverju sagði hún ekki frá þessu áður því hún vissi af þessu.

En þetta er allt saman pólitík og hún er að verða ansi rotin þegar ráðherrar eru að gagnrýna hvora aðra í fjölmiðlum eins og Árni Páll og Svandís eru að gera núna.  

Svandís hafði ekki mikinn áhuga á þessu þegar henni var sagt frá því að verið væri að gefa Magma 500 milljón króna afslátt á kaupunum.   Að verið væri að greiða með aflandskrónum.  En allt í einu núna eftir að hafa lesið 2 blogg?  Barnalegt.

Stjórnin virðist vera að falla því hún er farin í skítkast og sandkassaleik.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 22:41

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru skelfileg tíðindi, en líklega er það rétt að núverandi ríkisstjórn er hvellsprungin. En ekki er betra lið í boði hjá stjórnarandstöðunni!

Það er engin lausn önnur en að forseti myndi utanþingsstjórn!

Kolbrún Hilmars, 10.7.2010 kl. 23:43

15 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Mæl þú manna heilastur, Björn.... Þetta mál allt sýnir að við erum meira "bananalýðveldi" undir svokallaðri "velferðarstjórn" en nokkru sinni fyrr.... Og úr því að talað er um "velferð" þá á það líklega vel við að helstu orkufyrirtæki landsins lendi hjá skúffufyrirtækjum í "fyrirmyndarvelferðarríkinu" Svíþjóð....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 11.7.2010 kl. 00:13

16 identicon

Forstjóri Magma á Íslandi er væntanlega Ásgeir hrossabrestur, á skalanum 0 til 10 i mannlegum samskiptum fengi hann mínus 15. Ég veit það. Ég efast stórlega um að KJ hafi ráðlagt slíkt sem Magma segir. Þetta Magma með þennan leiðinlega Kanadamann í forsvari er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda hér á landi. Magma og Ásgeir hrossabrestur hafa ábyggilega hag af því að fá aðra stjórn hér á landi. Ergó; komdu öllu í bál og brand og ríkið er þitt!!

Finnur Fríski (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 00:13

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er til ein útgönguleið í þessu máli og hún heitir Gylfi Magnússon, Efnahags og viðskiptaráðherra.

 Nefndin sem fjallaði um málið, hefur ekki lokaákvörðunnarvald, heldur Efnahags og viðskiptaráðherra.

 Lögin um nefnd þessa voru sett árið 1991, þegar lög nr. 34/1991 voru samþykkt á Alþingi,en lögð fram,  annað hvort af stjórn Steingríms Hermannssonar, sem lét af völdum, þá um vorið, eða af Viðeyjarstjórn þeirra Davíðs og Jóns Baldvins.  Án þess að ég hafi fyrir því vissu, þá þykir mér líklegra að Viðeyjarstjórnin hafi lagt þau fyrir þingið, þar sem ríma ágætlega að ég hygg, að EES- samningnum, sem vinna við hófst á þessum tíma.  Í fyrstu útgáfu laganna, var álit nefndarinnar, "nánast" lokaniðurstaða.  Lögunum var svo breytt, árið 1998, þar sem í þau var bætt ákvæði, eða skerpt á því ákvæði að Efnahags og viðskiptaráðherra ætti síðasta orðið, varðandi þau álitamál, sem fyrir nefndina koma, óháð því hvort nefndin samþykki eða synji því máli sem fyrir hana kemur.

 Það verður líka að teljast, fáranlegt, eða besta falli ólíklegt, að nefnd sem skipuð er sem þessi eigi lokaorðið.  Nefndin er skipuð fimm fulltrúum, einum frá hverjum flokki á þingi, þannig að stjórnarflokkarnir, hafa ekki meirihluta í nefndinni, nema við völd sé þriggja flokka stjórn. Nefndin er því aldrei meira en ráðgefandi, með þessa skipan.

 Væri hlutverk nefndarinnar, hins vegar að gefa bindandi niðurstöðu, þá væru í henni, að minnsta kosti sjö fulltrúar, þar sem fjöldi fulltrúa flokkanna, færi eftir þingstyrk þeirra, hverju sinni.

 Þá hefði Samfylkingin 2-3 fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 2, Vinstri grænir 1-2, tvo ef Samfylking, hefði bara 2 og svo hefði Framsókn einn fulltrúa. Hreyfingin hefði hins vegar eingöngu áheyrnarfulltrúa, án atkvæðisréttar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.7.2010 kl. 00:31

18 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ber ráðuneytinu og þar með ráðherra ekki skylda til þess að upplýsa þau fyrirtæki sem vilja fjárfesta hér á landi um þau réttindi og þær skyldur sem þau þurfa að uppfylla til þess að geta gert slíkt?

Ég verð seint talinn stuðningsmaður þessarar stjórnar er fæ ekki séð að annað sé á borðinu.

Hvað varðar afsögn stjórnarinnar - Hitler "sagði af sér" þegar hann var búinn að setja stórann hluta heimsins í rúst.

Þessi stjórn er ekki að fara neitt - því miður -

Kosningar í haust.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.7.2010 kl. 06:13

19 identicon

Og engum datt í hug að fá Magma til að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings.

Hverjum nákvæmlega var leiðbeint í nákvæmlega hverju og af nákvæmlega hverjum.

Hulda (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband