Geltandi fólk

Veðrið er svo frábært að algjörlega er ólíft innandyra. Því var ekkert annað að gera eftir morgunkaffið en að skella sér í garðstörfin. Bletturinn sleginn og nokkur beð snyrt og klippt. Fjórir hjólbörufarmar af grasi og afklippum féllu til og verða nýttir til uppgræðslu.

Í blíðunni og kyrrðinni berast ætíð einhver hljóð. Niðurinn í sláttuvélum, fuglakvakið og svo auðvitað gelt í hundum sem eru orðnir býsna margir.

Eigendur þeirra vilja ekki að þeir gelti og byrja því oftast að gelta á móti, snöggt um hærri rómi en dýrið gaf frá sér.

Þegiðu! ..... þegiðu! .... ÞEGIÐU! ...... ÞEGIÐU!!!

Ég held að mér leiðist meira geltið í fólkinu en blessuðum dýrunum sem helst alltaf eiga að þegja fyrir eigendur sína!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eru æði margir sem gelta á landinu okkar fagra þessi dægrin Björn. Og margir sem með gelti sínu opinbera sinn þrönga sjóndeildarhring.

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.7.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, ætli maður falli ekki ágætlega undir þá skilgreiningu sjálfur!

Kv. BB 

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

heheh en þinn sjóndeildarhringur er þó mun stærri en margra og rúmar skoðanaskipti og virðingu fyrir náunganum.

Golfkveðjur

Arinbjörn Kúld, 11.7.2010 kl. 17:12

4 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, takk fyrir það! Vonandi hefur þú rétt fyrir þér!

Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband