12.7.2010 | 20:19
Áttu bót fyrir boruna á þér?
Nú þegar gegnsæi á að gilda um alla hluti, nema auðvitað þá sem ekki þola dagsljósið, finnst mér ekki úr vegi að ríða á vaðið fyrir hönd Moggabloggara og gera grein fyrir eignum mínum, sérstaklega ef ég get vakið aðdáun eða öfund einhverra með þeirri afhjúpun!
Mínar eignir eru þessar:
120 fermetra timburhús. Áætlað verðgildi um 25 milljónir. Kannski bara 20 milljónir og fallandi?
Subaru Forester, 2006. Áætlað verðgildi um 2 milljónir, ef sonur minn skilar honum heilum heim í kvöld.
Daewoo Nubira, 2000. Áætlað verðgildi um 200 þúsund. Fínn í golfið og til að flytja rusl!
Combi Camp tjaldvagn, 2000. Áætlað verðgildi um 450 þúsund. Góðir demparar. Svakalega flott fortjald!
Helmingseign í Ingibjörgu minni, en verðgildi hennar er langt um meira en öll velta Jóns Ásgeirs og allra félaga hans á uppgangstímanum. Ég kann ekki að skrifa svo háar tölur.
Nokkrar innistæður í bönkum, en vegna bankaleyndar má ég ekkert upplýsa um þær fjárhæðir, þótt ég feginn vildi.
Bankaleyndin hefur allan forgang í okkar landi og hana verð ég að virða. Það skilja allir.
Þá er nú flest upptalið, nema kannski innbúið í timburkofanum. Það er tryggt fyrir 10 milljónir, en er bara 5 milljóna virði, en það þarf ekkert að fara lengra.
Ef þú lesandi góður átt bót fyrir boruna á þér, segðu okkur hinum þá hver sú bót er, ef þú þorir!
PS. Ég á líka bensínknúna sláttuvél með Briggs & Stratton mótor, með safnkassa, algjöra dúllu! Þarf ekkert að raka!
Er ekki lífið dásamlegt?
Jón Ásgeir hvað?
Minn eignalisti er alvöru.
Ekki hans.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.