Dauði andstæðinganna er besti vinur meintra gæðablóða

Tugir þúsunda komu saman í bosníska bænum Srebrenica í gær til þess að jarða hundruð fórnarlamba fjöldamorða sem áttu sér stað fyrir nákvæmlega fimmtán árum. 775 grafir voru grafnar í fjallshlíð í morgun en jafnmargar kistur voru síðar lagðar til grafar.

Lík fórnarlambanna sem jörðuð voru í gær, voru áður í fjöldagröfum. Þetta er stærsta jarðarförin í Srebrenica fram að þessu. AP fjallaði um jarðarförina í gær, ásamt fjölmörgum öðrum fréttastofum.

Þetta er þó minna en einn tíundi hluti þeirra sem voru drepnir þegar hersveitir Serba réðust inn í bæinn árið 1995. Þá flúðu um 30.000 íbúa og leituðu skjóls í herstöð Sameinuðu þjóðanna í úthverfinu Potocari. Þegar Serbarnir svo komu þangað, fjölmargir og þungvopnaðir, í drápshug, voru þeir of margir fyrir hollensku sveitirnar, sem opnuðu hliðin fyrir þeim með fyrrgreindum afleiðingum.

Svona vinna gæðablóðin sem segjast vera bestu vinir flugnanna og vilja ekki eitra fyrir þeim. Fremur eitra fyrir mönnum sem eru þeim ekki að skapi. Það er ekki svo ýkja mikill munur á eitrinu á Íslandi og byssukúlum Serbanna þegar hugurinn og árangurinn er skoðaður.

Dauðinn er besti vinur gæðablóðanna hvar sem er í heiminum.

(Endurbirt, lítið breytt. Tilefnið er augljóst)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu að líkja Lofti Altice við Serbana í Srebrenica?

Nú myndi ég hlæja ef ég væri ekki dauður.

Baldur Hermannsson, 13.7.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hefði karlinn náð kjöri sem formaður Flokksins og komist til valda, þá væri nú stutt í gasklefana fyrir okkur hina!

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 13:03

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig er annars að vera dauður Baldur minn ? Er eitthvað fútt þarna hinum megin ?

hilmar jónsson, 13.7.2010 kl. 13:09

4 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ertu kannski að segja mér að karluglan hafi einkarétt á sínu sérstaka "myndlíkingamáli"?

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 13:27

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ mér hlýnar um fúnar hjartarætur að sjá þá sitja þarna saman, gömlu notalegu kommana, Hilmar og Bjössa.

*

En Hilmar, það er þægileg vist hérna megin verð ég að segja, fremur óspennandi.......en það stendur til bóta, því nú kallar Gamla Frón. Það er nauðsynlegt að skoða landið sitt áður en það verður innlimað í Stór-Evrópu og hér fyllist allt af Tyrkjum.

*

Varðandi myndlíkingar Lofts verð ég að segja að ég er höggdofa á tepruskap manna, þar með taldir Moggasveinar. Ef höfundur Njálu væri að skrifa söguna núna myndu Moggasveinar ritskoða burt Skarphéðinn Njálsson og búðaráp hans á Þingvöllum.

Baldur Hermannsson, 13.7.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband