13.7.2010 | 13:15
Vindhanar?
"Hitt er annað mál að stjórnvöldum ber ekkert að fara eftir þessum tillögum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram."
Það er nú mergurinn málsins! Eða hvað? Er kannski ríkisstjórnin múlbundin af einhverju samkomulagi við AGS sem almenningur veit lítið um?
Annars eru þessi skattamál okkar Íslendinga að verða nákvæmlega eins og hjá breska Íhaldsflokknum, sem nýkominn er til valda.
Ekkert nema hækkanir og auknar álögur á fólk og fyrirtæki.
Íslenskir hægri menn hneykslast á öllum skattahækkunum hér heima á sama tíma og skoðanabræður þeirra í Bretlandi skattpína fólkið sitt.
Ólíkt hafast menn að, allt eftir því hvernig vindurinn blæs!
Vindhanar?
Útilokar ekki skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nágrímur hefur jú kröftuglega mótmæ..... æ, nei... hann hefur víst lítið sagt annað en Já og Amen, því AGS er að vinna eftir formúlu sem hann hefur aðeins dreymt í blautum draumum, nefnilega að gera almenning algjörlega háðann kerfinu í útópíukommúnisma, nema hvað að hann og Nornin eiga erfitt með að koma sér saman um hver egi að vera Castro....
Óskar Guðmundsson, 13.7.2010 kl. 13:57
Ljótt er að heyra.
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 13:59
Ef þú ert að tala um Jóhönnu, og Steingrím þá verður þú að kalla þau vindhænsni. Steingrímur getur verið vindhani, en Jóhanna telst nú vart hani, eða hvað hún verður frekar að teljast vindhæna.
Steingrímur leitaði til AGS væntanlega vegna þess að hann hefur haldið að þaðan kæmi tillögur um skattalækkanir. Eða kannski vegna þess að hann vissi hvaða ráðgjöf hann fengi, sem gerði honum auðveldara að herða á skrúfunni.
Sigurður Þorsteinsson, 13.7.2010 kl. 14:03
Þegar ríkissjóðir út um allan heim lenda í svipaðri kreppu og við, fara þeir allir nær sömu leiðina til að fylla í fjárlagagötin. Eini munurinn er að aðgerðirnar eru kynntar á mismunandi tungumálum.
Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 14:08
Hægri stjórn myndi engu breyta í skattheimtu.
Golfkveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.7.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.