Demantar og drasl

Gullin eru mörg sem glóa í mannsorpinu. Hvað segja lesendur um þetta innlegg nafnlauss manns í þjóðarumræðuna?

"Það þýðir ekkert að róta og rusla upp í fortíðinni, það er ekki leiðin frammávið. Hvað er fólk að gera núna? Það eru demantar á öskuhaugum Alþingis innan um allt mannlega ruslið þar, sem er orðið ekkert annað en rusl, af þrælslund, heimsku, fyrirhyggjuleysi, páfagaukalærdómi, og skorti á sjálfstæðri hugsun, hugrekki og djúpu og raunverulegu siðferði. Þennan flokk filla sirka 96% alþingismanna.

Demantarnir eru samt þarna á milli og þeir glóa skært og sumir eru að koma úr felum. Verum þakklát fyrir þá. Þeir eru bara mannlegir og gera mistök, en við þekkjum þá á hugrekki þeirra og sjálfstæði, því að láta sér fólkið í landinu sínu skipta sig meira máli heldur en einhverjir flokkshúsbændur og flokkslínur, eins og geltandi mann-hundanna á Alþingi er siður, því þeir geta bara gelt, setið og staðið eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópubandalagið og nýju fjárglæpamennirnir, eins og til dæmis AGS, sem vilja taka við af þeim innlendu sem mistókst.

 Hlustum ekki á geltið í hundunum! Látum hundana ekki bíta okkur lengur! Læsum þá inni ef þeir koma sér ekki af Aþingi!

Áfram FÓLK! Manneskjur! Að vera manneskja er hæfileikinn til sjálfstæðis og hugrekkis. Eins og maðurinn sem fann upp eldinn og drap vísundinn með spjót eitt að vopni. Ekki þetta gelda og tamda lið sem þykist geta stýrt landinu, búið að láta svæfa hugann sinn og getur ekki lengur hugsað, bara fylgt fyrirmælum, kenningum og línum, hefur ekki lengur siðferði, bara ímyndaða eiginhagsmuni......þau vita ekki að þau eru að steypa sér í glötun og eyðileggja mannorð sitt, nema þau fáu sem rísa upp og gera eitthvað róttækt NÚNA,....og það verður ekki snúið eftir kjörtímabilið.

 Við erum búin að læra. Við gefum þeim EKKI annað tækifæri! Bara hugrakkir einstaklingar sem stíga fram og þora að koma upp um spillinguna sem er í gangi munu fá annað tækifæri! ....og svo siðferði stýrt af flokkshagsmunum , stofnanahagsmunum ofar hagsmunum lifandi fólks, þannig hugsa allir þrælar og aumingjar.

Þetta lið hefur selt hjarta sitt og sál og við viljum ekki sjá þau meir. En það eru til fagrar undantekningar og ef við höfum skiptar skoðanir um þær hljóta alla vega allir að vera sammála um að batnandi manni er best að lifa.

Með óendanlegu þakklæti til hugrakks alvöru fólks sem þorir að gera það rétta og hlýða eigin samvisku og innri raust!"

Hver mælir þessi orð?

Sannarlega góður og grandvar Íslendingur.

Nafn hans hef ég ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég vildi óska að ég gæti skrifað svona.

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.7.2010 kl. 09:55

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Beint í mark.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband