Ögmundur á fáránlegu egótrippi

"Unnur G. Kristjánsdóttur, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu, leiðréttir ummæli Ögmundar Jónassonar þingmanns í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hún undrast yfir því að þingmaður fari með svo rangt mál."

Ögmundur er á einhverju egótrippi. Sumir segja að hann sé að líta hýrum augum til Bessastaða, þegar Ólafur Ragnar dregur sig í hlé. Hefð er fyrir því að þangað verði aldrei kjörinn dæmigerður hægri maður. Með svona þvaðri fer Ögmundur aldrei sunnar en í Garðabæ.

Ögmundur er með ríkisstjórninni í orði kveðnu, en notar hvert tækifæri sem gefst til að sparka í hana. Það er honum til mikillar minnkunar að Unnur G. Kristjánsdóttir embættismaður setji, með réttu, ofan í við hann. Ábyrg og flott stelpa. Kona hins nýja Íslands.

Ögmundur Jónasson er fallandi stjarna, hafi hann nokkurn tímann verið innan um stjörnurnar.

Verðandi forsetaframbjóðandi verður að fara með rétt mál og láta ekki lágt setta embættismenn snýta sér, að leikskólasið, með þeim eftirminnilega hætti sem Unnur hefur gert hér.

Þjóðin hlær að þessu. Aðallega að Ögmundi Jónassyni.

Kýs svo Jón Gnarr sem forseta þegar Dorrit nennir þessu ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það sem þjóðin á geta stjórnmálamenn ekki gefið vinum sínum og velunnurum. Einfalt mál!"

marat (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Björn Birgisson

marat, rétt hjá þér. Ertu enn í baðinu?

Björn Birgisson, 13.7.2010 kl. 23:06

3 identicon

Ég var næstum drukknaður þegar ég las lofsönginn um Unni embættismann.

marat (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

En náðir að halda nefinu upp úr vona ég!

Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 00:14

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til að Ögmundur karlinn ætti séns þyrfti hann helst að vera einn í kjöri eða hafa Eiturloft Altíbrasi sem mótframbjóðanda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.7.2010 kl. 00:42

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ögmundur verður öflugur frambjóðandi til Bessastaða því hann mun fá fylgi bæði frá hægri og vinstri......og launþegahreyfingunni. Hvað Magma áhrærir þá er málið fremur skýrt að mínum dómi: annað hvort fara menn að lögum eða ekki. Ég veit að margir Íslendingar vilja nú óðfúsir selja orkulindirnar til útlanda og það er þá ekki í fyrsta skipti í sögunni að örmagna kjánar selja sinn frumburðarrétt fyrir baunadisk.

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 01:23

7 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, segðu okkur söguna um baunadiskinn. Þú sagna maðurinn.

Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 02:20

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gamla Testamentið.........ertu ekki fermdur?

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 02:49

9 Smámynd: Björn Birgisson

Fermingar hafa ekki tíðkast í minni fjölskyldu í þrjá ættliði. Fékkstu myndirnar af komma kofanun og komma lóðinni?

Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 02:55

10 Smámynd: Björn Birgisson

Úps! Engar myndir sendar. Það kom Delivery Failure! Veit ekki hvers vegna.

Björn Birgisson, 14.7.2010 kl. 11:37

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fyrsta Mósebók, frumburður Ísaks og Rebekku, Esaú, kemur heim af heiðum, dauðþreyttur og glorsoltinn, Jakob bróðir hans situr að snæðingi og Esaú biður hann að gefa sér að eta. "Seldu mér fyrst frumburðarrétt þinn", segir Jakob, og Esaú er svo banhungraður að hann selur bróður sínum frumburðarréttinn fyrir brauð og baunarétt. Þar fór mikil gersemi fyrir lítið og svo mun fara fyrir Íslendingum ef þeir selja auðlindir sínar fyrir slikk.

*

En kommamyndir hef ég engar fengið og sakna þeirra ákaflega.

Baldur Hermannsson, 14.7.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband